Mánudagur, 16. september 2019
Vopnahlé í orkupakkamálinu, Björn, ekki uppgjöf
3. orkupakki ESB var samþykktur á alþingi fyrir tveim vikum. Andstæðingar tölu orkupakkann fela í sér framsal fullveldis og veita ESB íhlutunarrétt í íslensk mál, s.s. hvort sæstrengur skyldi lagður.
Stuðningsmenn orkupakkans töldu hann vera smámál, tæknilegt útfærsluatriði.
Reynslan leiðir í ljós hvorir hafi rétt fyrir sér. ESB-ríkin samþykktu orkupakka þrjú fyrir tíu árum. Belgía fékk á sig málssókn í sumar fyrir að innleiða orkupakkann ekki rétt. Tíu ára reynslutími er eðlilegt viðmið.
Björn Bjarnason er sá maður utan alþingis og ríkisstjórnar sem ötulast barðist fyrir orkupakkanum. Í pistli segir hann engar umræður um orkusakkan á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins til marks um að andstaðan við pakkann hafi verið stormur í vatnsglasi.
Ekki er það svo, Björn. Hættan á erlendri ásælni í náttúruauðlindir Íslands eru fyrir hendi og orkupakkann fremur hvetur en letur fjárfesta. Við skulum sjá hvernig raforkumálum þjóðarinnar reiðir af næstu árin.
Athugasemdir
Alvöru Sjálfsstæðismenn eru að àtta sig á því að musterið er hertekið og leiðin að og frá því err vörðuð pappírs löggum,gömlu. bragði fyrrverandi dómsmálaráðherra,sem e.t.v. hafa nú eignast líf.
Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2019 kl. 13:22
Rétt Páll, Björn sýnir fullmikið bráðlæti í að hrósa sigri svona rétt eftir atkvæðagreiðsluna. Það var aldrei búist við að áhlaup yrði gert samdægurs og sem lögmaður ætti hann að vita að tíma tekur að stilla málum upp þannig að dugi til lögsóknar.
Líklega ganga þessir pólitíkusar (sem samþykktu orkupakkann) út frá því að þeir verði hættir í pólitík þegar höggið fellur.
Ragnhildur Kolka, 16.9.2019 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.