Þriðjudagur, 10. september 2019
Mugabe, mannréttindi og kjarnavandi vinstrimanna
Mugabe forseti Zimbabwe var einu sinni eftirlæti vinstrimanna en varð harðstjóri, skrifar Will Hutton í vinstriútgáfuna Guardian, og vill draga lærdóm af. Vinstrimenn taka upp á sína arma frelsishetjur sem verða harðstjórar. Gerðist líka á Kúbu og Venesúela.
Lausn Hutton er að gera mannréttindi að viðmiði fyrir ríkisvald. Hugmyndin er að setja það ríkisvald út á guð og gaddinn sem ekki virðir mannréttindi.
Mannréttindi eru óhugsandi án samfélags. Í náttúrunni eru engin mannréttindi, skrifaði Thomas Hobbes á 17. öld. Algild mannréttindi eru aðeins möguleg í algildu samfélagi. En slíkt samfélag er ekki til og verður aldrei. Samfélag er, eins og orðið segir, samlíf fólks. Og fólk er margskonar. Algilt samfélag er vísindaskáldskapur sem verður óðara að Gulagi ef reynt er að hrinda skáldskapnum í framkvæmd.
Vinstrimenn trúa á algilt samfélag. Einu sinni var það kommúnismi, þá kratismi, á seinni árum fjölmenningarsamfélag og nýjasta nýtt er loftslagssamfélag. Meginvandinn í vinstripólitík er hugmyndin um algilt samfélag. Draumórarnir snúast upp í martröð. En vinstrimenn læra ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.