Þriðjudagur, 3. september 2019
Svona verður raforkan einkavædd
Á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur segir: ,,Þrjú dótturfélög eru ásjóna starfsemi OR gagnvart viðskiptavinum og landsmönnum öllum." Eitt þessara félaga er ON. Nú kemur einhver og fer í samkeppni við ON og segir: Engin leið að keppa við ON.
Orkupakkar ESB bútuðu Orkuveitu Reykjavík í einingar. Þessar einingar verða einkavæddar með þeim rökum að opinber fyrirtæki hafi samkeppnisforskot á einkafyrirtæki. Viðbótarrök, til að slá á alla gagnrýni verða: orkupakkareglur mæla svo fyrir.
Þeir sem græða eru tveir hópar. Í fyrsta lagi stjórnendur orkufyrirtækjanna og í öðru lagi fjárfestar, auðmenn. En einmitt þessir hópar studdu innleiðingu orkupakka 3.
Almenningur tapar enda einkavædd einokun ávísun á hærri raforku.
Þingmenn, sem samþykktu orkupakka 3, einkavæða raforkuna okkar til hagsbóta fyrir útvalda. Þessir þingmenn eru mesta óþurftarliðið sem við höfum lengi haft á alþingi. Svei þeim.
Athugasemdir
Nú máttu gjarnan útskýra betur: hefði verið betra ef OR hefði ekki verið skipt upp, vegna þess að ...? Þá hefði einkafyrirtæki átt auðveldara með að keppa við óskipt OR á markaði með hleðslustöðvar? Eða ætti bara hið opinbera alfarið að sjá um að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla? Eða eiga opinber fyrirtæki að mega keppa við einkafyrirtæki um alls konar?
Eða hvað ertu að segja??
Einar Karl, 3.9.2019 kl. 13:29
Ég er að segja að raforka, þ.e. virkjanir/framleiðsla og dreifing, var sameiginlegt verkefni þjóðarinnar, tók áratugi og kostaði milljarða.
Þjóðin ætti að njóta þessa í formi hagstæðs raforkuverðs og öruggrar afhendingar.
En það stendur til að breyta þessu, einkavæða.
Ef íslensk stjórnvöld hefðu haft rænu á að semja íslensk lög og reglur um framþróun raforkumála, en ekki taka upp ESB-reglur, hefði dæmið geta litið þannig út að opinber fyrirtæki væru með einkarétt á framleiðslu og dreifingu á rafmagni. Aftur mætti setja í frjálsa samkeppni útsölustaði, t.d. rafhleðslu bíla, þar sem hægt er að koma við samkeppni, sbr. bensínstöðvar sem eiga að heita frjáls markaður.
Fyrirsjáanlegt er, á hinn bóginn, að jafnt og þétt verður einkavætt á næstu árum enda unnið skv. ESB-reglum sem alls ekki eiga við hér á landi.
Páll Vilhjálmsson, 3.9.2019 kl. 13:52
Ok, þú ert sem sé þeirrar skoðunar að umrædd þjónusta megi vera í frjálsri samkeppni, þ.e. uppsetning hleðslustöðva. En þá þurfa opinber fyrirtæki að gæta sín þegar þau eru í samkeppni við einkafyrirtæki um slíkt, þ.e. varðandi upsetningu á hleðslustöðvum fyrir heimili og fyrirtæki. ÞANNIG virka eðlileg samkeppnislög, sem vissulega eru hér á landi í samræmi ESB, enda eðlilegur hluti af EES-samningunum.
Það breytir nákvæmlega engu um það hvort fyrirtækið heitir ON eða OR, hafi verið skipt upp eða ekki.
Og ef OR selur ON eða þennan hluta ON, þ.e. sölu á þjónustu og vörum s.s. hleðslustöðvum, þá hefur það ekkert að gera með fullveldi eða yfirráð yfir orkuauðlindum.
Einar Karl, 3.9.2019 kl. 15:06
Fullveldi og yfirráðum yfir raforkunni, Einar Karl, höldum við með því að standa utan orkusambands ESB.
Páll Vilhjálmsson, 3.9.2019 kl. 15:32
það á eftir að verða höfurverkur margra að skilja það að við erum buin að afsala okkar stjornun á orku hvert sem hun er innann fyrirtækja eða ennþá uti i fallvötnum !
rhansen, 5.9.2019 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.