Frestum OP3 fram yfir kosningar

Áform um sæstreng eru komin langt á veg, þótt íslensk stjórnvöld þykist ekkert um það vita. Orkupakki 3 stuðlar að enn frekari markaðsvæðingu orkumála og veikir þar með varnir okkar gagnvart ágengum stórfyrirtækjum að virkja á Íslandi til að flytja rafmagn til Evrópu.

Umræða síðustu missera, stofnun fjöldahreyfingar gegn framsali orkuauðlinda, djúpstæður klofningur í stærsta stjórnmálaflokki landsins sýnir svart á hvítu að orkupakkamálið krefst frestunar fram yfir næstu þingkosninga þar sem þjóðin tekur til máls. Fyrir síðustu kosningar var málið alls ekki á dagskrá og því hefur sitjandi stjórn ekkert umboð til að innleiða orkupakkann.

Frestun málsins er sanngjörn. Orkupakki 3 var samþykktur í Evrópusambandinu 2009, fyrir tíu árum, og ekkert liggur á að við innleiðum hann núna.

Öllum, sem fylgst hafa með umræðunni, hlýtur að vera ljóst að orkupakkinn er stórmál sem ætti ekki að vera afgreitt á meðan djúpstæður ágreiningur er meðal þjóðarinnar um framtíðarstefnu í auðlindamálum. Eftir samþykkt orkupakka 3 er sú stefnumótun komin í hendur ESB.

Meginhlutverk stjórnvalda á hverjum tíma er að skapa sátt í samfélaginu. Ríkisstjórn sem elur á sundurþykkju og flytur forræði íslenskra mála til útlanda er komin í ógöngur. Enn er tími til að leita sátta. Frestun orkupakka 3 er gott fyrsta skref.


mbl.is Vantar grænt ljós í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þingmenn hafa um tvennt að velja, að fresta op3 fram yfir kosningar, sem myndu þá að mestu snúast um þann pakka og landsmenn gætu valið sér fulltrúa eftir því hvernig frambjóðendur tala fyrir því máli.

Eða hitt, að samþykkja pakkann nú en þá munu næstu kosningar snúast um veru okkar í EES. Þeim þingmönnum sem samþykkja op3 verður þá ekki boðið til þeirrar umræðu.

Gunnar Heiðarsson, 30.8.2019 kl. 07:00

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Af hverju er engin að skipuleggja fjöldamótmæli á

Austurvelli á Mánudaginn til að mótmæla þessum

hýenum sem á þingi sitja..??

Hvar eru vinstri menn...?? og hægri menn..??

Á maður að trúa því að þjóðinni sé sama um að

hennar ákvarðana vald í hennar eigin málum og

eignarhald á auðlindum sé flutt til Brussel...?

 

Er þrælslundin svo sterk að

betra er að gera ekki neitt af ótt við einhverja

refsingu sem enginn veit um..??

 

Næst er það fiskurinn og miðin.

Þorskastríðið og barningurinn við ICESAFE var til einskis 

því þetta er bara byrjunin á því sem koma skal að svipta

Íslendinga sínum auðlindum, sama hvað formi þær heita.

Nægir að benda á HS Orku á Suðurnesjum

sem malaði gull fyrir íbúa þar. Eftir OP1 og OP2 hækkuðu

hitaveitu og rafmagnsreikninarnir og er nú

eignarhaldið komið í hendur útlendinga sem hirða

allan arðinn og skilja ekkert eftir hér.

Þetta eru ekkert annað en svik við allt það fólk sem barðist

hér á árum áður að koma Íslandi til sjálfstæðis.

 

Og svo þykjast þeir sem í forsvari ríkisstjórnarinnar

kenna sig við Sjálfstæðisflokkin.

 

Svei þeim öllum.

 

Sigurður Kristján Hjaltested, 30.8.2019 kl. 11:52

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Tjónkun Guðlaugs við Noreg fyrst og fremst.  Þaðan kemur mesti þrýstingurinn og áhyggjur forsætisráherra þeirra af afgreiðslu hér, virðast miklar. 

En skuldum við Noregi eitthvað?  Varla.  Allavega ekki stuðning þeirra fyrst eftir hrundagana fyrir tæpum 11 árum.    Ólafur Ragnar tók reyndar að sér að lesa öllum nordiske "vender" pistilinn eftir það.

Að sjálfsögðu á að láta á reyna. Án tvímæla getum við verið undanþegin, rétt eins og járnbrautapakkanum likt og guðfaðir EES, Jón Baldvin Hannibalsson minntist á.

P.Valdimar Guðjónsson, 30.8.2019 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband