Brynjar útskýrir uppgjöf Sjálfstæðisflokksins

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins svaraði fyrirspurn á fésbók með þessum orðum:

ESB myndi aldrei gera samning við smáríki með þessum hætti í dag. Þegar EES amningurinn var gerður á sinum tíma voru EFTA löndin sjö(Austurtíki, Sviss, Svíþjóð og Finnland) og ESB löndin 15. Þau vilja þeessi lönd inn í ESB og finnst óþægilegt þetta flókna samstarf. Þau munu nýta sér að slíta þessu við fursta tækifæri. Ég vil ekki að Ísland afhendi þeim tækifærið.

Viðhorf Brynjars skýrir algera uppgjöf Sjálfstæðisflokksins á fullveldi íslensku þjóðarinnar. Brynjar lítur svo á að EES-samningurinn sé forsenda byggðar á Íslandi.

Tilfellið er að Ísland var velmegunarþjóð fyrir EES-samninginn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Einnig að EES-samningurinn er upphaflega gerður sem aðlögunarsamningur fyrir væntanlegar ESB-þjóðir. 

EES-samningurinn er hægt en örugglega að gera Ísland að hjálendu Evrópusambandsins. Brynjari og þingflokki Sjálfstæðisflokksins finnst það harla gott.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

 Þau munu nýta sér að slíta þessu við fursta tækifæri. Ég vil ekki að Ísland afhendi þeim tækifærið.

Netop Brynjar, hjálpum þeim til þess að losna úr þessu helvíti fyrirskipana sem gefa okkur ekki neiktt nema að greiða fyrir viðskiptum Samherja og Brims með fiskafurðir.

Halldór Jónsson, 29.8.2019 kl. 10:32

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Samstarf ESB við EES er ekki flóknara en það fyrir ESB að EES ríkin eru tilbúin að beygja sig og bugta fyrir hvaða vitleysu sem er er kemur brá búrókrötunum í Brüssel, fólki sem aldrei hefur verið kosið til að ráða og ríkja.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.8.2019 kl. 11:37

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það sem menn telja kosti við EES samninginn var flest til staðar fyrir. Það sem kalla má ókosti við þennan samning og vissulega er sá listi langur, var ekki til staðar þegar EES samningurinn var samþykktur af Alþingi.

Gunnar Heiðarsson, 29.8.2019 kl. 13:02

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þótt það hjálpi ekkert veltir maður fyrir sér tímanum sem líður frá góðum samningi við EES þar til hann er orðinn þrúgandi; (rétt eins og í sambúð tveggja einstaklinga). Svo oft höfum við ætlað ESB kónum að leyna upphaflegum fyrirætlunum sínum að ráða yfir Evrópu, ég fer nú að trúa að þær hafi verið á teikniborði þeirra þá.- Brynjar Níelsson og aðrir í þingflokki Sjálfstæðisflokks gátu rétt eins verið það afl sem undi illa endalausum innleiðingum EES.-eitt af því sem stjórnvöld með bein í nefinu hefðu getað séð fyrir hvað þýddu. En þingmennska er ekki fyrir ofvita með ágirndardrif á öllum.  EES andstæðingar gefast aldrei upp og leggja gjarnan á minnið m.a.þessa málsgrein Páls  

"Tilfellið er að Ísland var velmegunarþjóð fyrir EES samninginn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar"

Helga Kristjánsdóttir, 29.8.2019 kl. 23:24

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Semsagt hótanir frá Nei til EU eru ámælisverðar en í lagi að EES haldi sverðinu yfir smáríkinu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru svo sannarlega hryggleysingja.

Ragnhildur Kolka, 30.8.2019 kl. 00:08

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Meðvirkar rolur stjórna nú landinu okkar. 

Íslandi allt!

Júlíus Valsson, 30.8.2019 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband