Ísland í endurmati Bandaríkjanna og Bretlands

Bandaríkin og ESB gerđu stórkostleg mistök ađ úthýsa Rússlandi og ţvinga ţá í fađm Kínverja. Ţetta var verk frjálslyndra vinstrimanna, Obama, Clinton og ESB-tćknikrata. Trump vill Rússa aftur í samfélag ţjóđanna. Macron Frakklandsforseti viđurkennir mistök ESB í samskiptum viđ Rússa.

Rússar einir gera engan óskunda á norđurslóđum, ţeir eru ekki nógu öflugir. Aftur gćtu ţeir í samvinnu viđ Kínverja orđiđ til vandrćđa. En Rússar og Kínverjar eru ekki náttúrulegir bandamenn og ekki líklegt ađ ţýđa í samskiptum ţeirra leiđi til bandalags.

Bandaríkin nota hćttu af Rússum og Kínverjum á norđurslóđum til ađ auđvelda sér endurkomu á Íslandi. Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006 til ađ berjast í Afganistan, Írak og víđar í nafni frjálslyndis. Ţađ voru enn stćrri mistök en ađ setja Rússa út í kuldann. 

Samfelld hörmungarsaga ,,frjálslyndrar" utanríkisstefnu Bandaríkjanna síđustu 30 ár er í endurmati. Međal ţeirra hugmynda sem nú eru rćddar er ađ draga stórlega úr vígbúnađi Bandaríkjanna í Evrópu og fćra varnarlínuna yfir á Atlantshaf. Á dögum kalda stríđsins var ţessi víglína kölluđ GIUK-hliđiđ, Grćnland, Ísland og Bretland. 

Pólitík í Evrópu, úrsögn Breta úr ESB, gćti flýtt fyrir ţessari ţróun. Bretland vill tengjast Bandaríkjunum nánari böndum. Norđurslóđir sem engilsaxneskt áhrifasvćđi kćmi til álita.

Eftir úrsögn Bretlands munu Bretar í öllu falli setja í forgang ađ tempra áhrif ESB á norđurslóđum. Ţeim mun finnast nóg um ađ glíma viđ ESB á meginlandinu.

Á međan ţessari atburđarás vindur fram keppast allir flokkar á alţingi, nema Miđflokkurinn, ađ binda trúss sitt viđ Evrópusambandiđ. Blessuđ börnin á Austurvelli eru slíkir heimalningar ađ ţau halda ađ útlönd séu gotterískall međ belgískt súkkulađi. Og stíga áköf upp í bílinn í von um meira sćlgćti óminnug viđvörunarorđa fullorđna fólksins.


mbl.is Hyggst rćđa „áhlaup“ Kínverja og Rússa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband