Föstudagur, 23. ágúst 2019
Varnarlínan Ísland-Grænland
Umtalaðasta bók seinni ára um utanríkisstefnu Bandaríkjanna er eftir Stephen Walt og heitir Víti heiðarlegra áforma. Ein tillaga í bókinni er að Bandaríkin láti Evrópu um eigin varnir og dragi varnarlínu yfir Atlantshaf.
Varnarlínan yrði Grænland-Ísland og e.t.v. Færeyjar.
Grænlandsbrandari Trump er dauðans alvara.
Repúblikanar selja Grænlandsboli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ameríka, norður, mið og suður, byggðist upp af Evrópubúum og þrælum þeirra, (sleppum þeim þætti þar sem frumbyggjum var nær útrýmt) sem var annt um uppruna sinn og frændlið sem heima sat. Lengi rann þeim blóðið til skyldunnar en nú er það farið að þynnast út og fenna í sporin. Stórveldið ESB austan hafs ætti að vera orðið sjálfbært núna - eða hvað?
Danir hafa reyndar áður selt USA nýlendur sínar á Ameríkumegin - eins og margir hafa minnt á undanfarna daga...
Kolbrún Hilmars, 23.8.2019 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.