Föstudagur, 23. ágúst 2019
Vinstri grænir og Píratar í sama flokki
Flótti forsætisráðherra frá fundi með varaforseta Bandaríkjanna setur Vinstri græna og Pírata í sama afkima stjórnmálanna. Sem er merkilegt.
Til skamms tíma voru Vinstri grænir stefnufastir í pólitík en viðurkennt að Píratar væru tækifærissinnar, t.d. ýmist með eða móti þjóðaratkvæðagreiðslu eftir því hvernig vindar blása á samfélagsmiðlum.
Flótti Katrínar forsætis er tvöfalt pólitískt feilhögg, þjónar hagsmunum þjóðarinnar illa og veikir tiltrú á Vinstri græna sem stjórnmálafl.
Fjarveran gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjátrú áhorfenda að hæla einhverjum í leik fær hann til baka sem blauta tusku í andlitið; það gengur eftir hér með framkomu Katrínar sem tilkynnir að ætli að sækja norrænt verkalýðsþing frekar en taka á móti Mike Pence varaforseta. Þessari gölluðu ríkistjórnarsamsuða var klambrað saman úr bútum eftir stjórnarkreppu og væntingar almennings engar,hvað gerum við nú?
Helga Kristjánsdóttir, 23.8.2019 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.