Laugardagur, 10. ágúst 2019
Húsfyllir gegn orkupakka, Bjarni og forystan neita að hlusta
Sjálfstæðismenn fylltu Valhöll í von um að Bjarni formaður og forystan sæi að sér í stuðningi við orkupakka ESB. Fylgi flokksins er komið niður fyrir 20 prósent og orkupakkasinnar með gjörtapaða stöðu í umræðunni.
En, nei, Bjarni formaður situr við sinn keip og styður orkupakkann.
Bjarna og forystunni bráðliggur á að tapa fylgi með samfylkingarstefnu í Evrópumálum.
Merkilegt.
Orkupakkinn takmarkað framsal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Húsfyllir gegn orkupakkanum náði aldrei í gegn, því meðreiðarsveinar forystunnar mættu löngu á undan öðrum og stútfylltu salinn, til merkis um hollustu sína við foringjann. Fundurinn leystist upp í sjálfshól formannsins, sem hélt ræðu að suður amerískum sið og kláraði nánast fundartímann. Enn á ný lak froðan í ljósgylltum lýsingarorðum eigin ágætis og almennir fylgjendur foringjans halda varla vatni eftir. Jafnvel efasemdarmenn méu þar þeir stóðu og blogguðu um það hve BB væri æðislega hipp og kúl, þó þeir væru kannski ekki alveg sammála honum!
Þetta var ekki fundur grasrótarinnar, í fyrirspurnartíma til forystunnar. Þetta var sviðsett kjaftæði um eigið ágæti. BB er síst meiri maður að þessum fundi loknum. Gaf skít í þjóðina í Icesave og telur sig nú hafa rétt til þess að moka okkur enn dýpra undir ægivald erlendra afla, ´´because we can´´ segir hann.
Hefur aldrei hvarflað að þessu landsöluliði, að samningurinn um ees gæti hugsanlega verið skaðlegur Íslenskum hagsmunum? Er þetta reglugerðasýkta lið svo gegnsýrt af embættismannaþvaðrinu, að það ráði sér ekki lengur sjálft? Taki bara við, stimpli löglegt, án þess að hugsa? Feitir tékkar hvern mánuð og ekki dónaleg eftirlaun bíða, ekki satt?
Svei þessu hyski, fjandans til.
Góðar stundir, mwð kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 11.8.2019 kl. 04:09
Það er hann og maður mærði delann áður en hann skildi við Ísland.
Helga Kristjánsdóttir, 11.8.2019 kl. 04:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.