Miðvikudagur, 7. ágúst 2019
Dómari: tjáningarfrelsið má takmarka ef upplifun er vond
Héraðsdómur segir ótvírætt að uppsögn Kristins Sigurjónssonar hafi
í reynd falið í sér takmörkun á tjáningarfrelsi hans. Kemur þá til skoðunar hvort sú takmörkun hafi engu að síður verið heimil, enda er tjáningarfrelsið ekki algilt
Síðan segir dómarinn að Kristinn hafi kveðið fast að orði og nefnir dæmi um það:
Orðfærið er á köflum gróft, sbr. orðalagið að troða sér, eyðileggja og kerlingar. Verður ekki í efa dregið að ummælin h afi verið til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á aðra, t.d. samstarfsfólk stefnanda og nemendur háskólans.
Fæstir sem tala íslensku myndu telja tilfærð dæmi gróft orðbragð, þótt ekki sé kurteist að segja konur kerlingar.
Svo kemur þessi snilldarlega rökfærsla dómarans:
Samkvæmt framanrituðu stefndi sú takmörkun á tjáningarfrelsi stefnanda sem fólst í uppsögn hans að lögmætu markmiði, þ.e. að verndun réttinda annarra, þar á meðal samstarfsfólks stefnanda og nemenda háskólans, til að upplifa að háskólinn starfaði í reynd eftir gildum jafnréttis. (undirstrikun pv)
Í héraðsdómi Reykjavíkur er tjáningarfrelsið ekki merkilegra en svo að sjálfsagt er að reka fólk úr starfi ef það tjáir sig þannig að einhver fái vonda ,,upplifun."
Þessi dómur er bein árás á tjáningarfrelsið.
Kristinn mun áfrýja til Landsréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta passar eins flís við rass inn í hugarheim eftirmanns Angelu Merkel, Annegret Kramp-Karrenbauer. Hún sagði:
"Ég vil ekki að ríkið takmarki skoðanafrelsi, því skoðanir hafa mikið gildi í lýðræði. En við verðum hins vegar að tala um sérstakar reglur þegar um kosningar er að ræða"
AKK segir sem sagt að skoðanafrelsi sé í lagi, en ekki þegar að kosningum kemur. Er þetta ekki yndislegt!
Heiðnikirkjuveldi háskólanna blómstrar bara eins og heilt sovétríki í smíðum í dag. Það er orðið mun öflugra en veldi Kaþólsku kirkjunnar var á miðöldum.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2019 kl. 16:48
Tek fram að ég hef ekki lesið dóminn en manni dettur í hug að hætt sé að kenna laganemum hugtakið dómafordæmi?
Ragnhildur Kolka, 7.8.2019 kl. 17:31
Hárrétt nálgun hjá þér sð mínu msti kæri Páll.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.8.2019 kl. 18:51
Að dæma mönnum í óhag fyrir orð þeirra, sem hugsanlega valda ´´vondri upplifun´´ einhverra, hlýtur að teljast stórkostleg réttarfarsleg skerðing á málfrelsi. Landsdómur hlýtur að snúa þessari dellu við og ef réttarríkið á að standa, áfellast dómara og ávíta, sem svo fáránlega komast að niðurstöðu í þessu máli. Þetta stenst enga skoðun.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 7.8.2019 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.