Sósíalismi féflettir aldraða fasteignakaupendur

,,Óhagnaðardrifinn" fasteignamarkaður er kjörorð sósíalista á Fróni síðustu árin. Ástæðan er að vegna húsnæðisskorts eftir hrun hækkaði fasteignaverð úr hófi. Félag eldri borgara í Reykjavík reyndi ,,óhagnaðardrifna" byggingu blokkar og kemur nú með bakreikninga, að sögn vegna óvænts kostnaðar. 

„Það er mis­skiln­ing­ur að það sé ein­hver kostnaðar­auki. Kostnaður­inn hef­ur alltaf legið fyr­ir en það sem þeir gera er að van­reikna verðmætið. Þeir reikna of lágt verð frá upp­hafi þar sem þetta er óhagnaðardrifið hjá þeim,“ seg­ir í svari MótX.

Sósíalismi er kostnaðaraukinn. Og það ætti ekki að koma á óvart. ,,Óhagnaðardrifið" samfélag var reynt í Sovétríkjunum sálugu og í Venesúela um þessar mundir.

Sósíalismi þýðir sjálfkrafa kostnaðarauka. Deilan snýst alltaf um hver eigi að bera kostnaðaraukann.


mbl.is Verktakinn aldrei lent í öðru eins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Undarlegt mál. "Óhagnaðardrifin" húsbygging ætti að vera jafn möguleg og "hagnaðardrifin". Þ.e.a.s. ef útsöluverðið byggist á raunkostnaði í upphafi.

Kolbrún Hilmars, 7.8.2019 kl. 13:12

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samvinna meðal hóps einstaklinga er ekkert meiri sósíalismi en þegar fjárfestar taka sig saman og stofna hlutafélag. Ef þeir verða svo fyrir tapi í rekstri þess er það ekki af völdum sósíalisma.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2019 kl. 15:49

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Maður lifandi! FEB liggur í því ef bæði kaupendur og seljendur fara í mál við félagið vegna blekkinga.

Ragnhildur Kolka, 7.8.2019 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband