Boris, Trump, Sesar og frásagnarvald

Nýr forsćtisráđherra Bretlands, Boris Johnson, náđi stjórn á frásögninni af Brexit og er ţess vegna međ betri vígstöđu en forveri sinn, May bjargarlausa.

New York Times breytti fyrirsögn á forsíđufrétt ţar sem hún ţótti styđja frásögn Trump um hatursglćpi. Ţorri stćrstu fjölmiđla Bandaríkjanna hatast viđ Trump og berst viđ hann um yfirráđin yfir frásögninni. Forsetinn mátti ekki fá stuđning viđ sína útgáfu á forsíđu óvinarins.

Ţađ er ekki nýtt ađ frásögnin býr til stórmenni er valda straumhvörfum. Á fyrstu öld fyrir Krist varđ Júlíus Sesar alvaldur í Róm á grunni frásagna af stórsigrum hans yfir Göllum sem byggđu núverandi Frakkland og Belgíu. Sesar skrifađi sjálfur um hetjuverk sín í ţriđju persónu og sendi til Rómar. Eftir fall Sesars leiđ lýđveldiđ undir lok.

Viđ skiljum heiminn međ frásögn. Sá sem rćđur frásögninni stjórnar ţví hvernig viđ skiljum menn og málefni. Frásögn er vald.

Á Íslandi er RÚV vinstrimönnum heilagt. Ekki vegna ţess ađ ţar starfi svo frábćrir fagmenn er finna fréttir sem enginn annar getur. Heldur af hinu ađ RÚV leggur línurnar um frásögnina, rađar upp fréttum til ađ leiđa áheyrendur inn í frásagnarheim vinstrimanna.

Vandinn hjá RÚV og vinstrimönnum er ađ síđan Birgitta var og hét vantar ţá persónu til ađ hengja á frásögnina. Allar frásagnir ţurfa persónur; litlu gulu hćnuna, Bjart í Sumarhúsum, Gunnar á Hlíđarenda.

En, vitanlega, ţađ er ţrautin ţyngri ađ smíđa stórsögu um persónur í íslenska nálćgđarsamfélaginu. Frásögnin hér heima hlýtur alltaf ađ vera svolítiđ nćr veruleikanum en stórsögurnar um Bóris bjarta, Trump djarfa og Sesar gođumlíka. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband