Brandarinn um að Rússar ógni vesturlöndum

Rússland er með efnahagskerfi á stærð við Ítalíu og er ekki ógn við vesturlönd, segir Stephen M. Walt prófessor í Harvard og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum.

Rússland stundar ekki ágengan útflutning á hugmyndafræði líkt og Sovétríkin gerðu. Áróðurinn um að Rússar ráði niðurstöðum forsetakosninga í Bandaríkjunum og þingkosningum í Vestur-Evrópu er beinlínis kjánalegur. Hvaðan ættu Rússar að fá þekkingu og færni að stunda ísmeygilegan áróður til að fá Jón og Gunnu í Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu að kjósa þennan eða hinn frambjóðandann? 

Kalda stríðinu lauk 1991 með falli Sovétríkjanna. Útþenslustefna hrokafrjálslyndis á vesturlöndum tók við og leiddi til hörmunga á fjarlægum slóðum, eins og Írak, Sýrlandi og Úkraínu. Rússagrýlunni var haldið við í áróðursskyni. 


mbl.is Nýtt vígbúnaðarkapphlaup í uppsiglingu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband