Forystan fórnar flokknum fyrir þýðingarlaust mál

Þriðji orkupakkinn hefur enga þýðingu á Íslandi, segir Guðlaugur Þór utanríkisráðherra, í greinargerð með pakkanum:

Ákvæði þriðja orkupakka ESB um slík grunnvirki, þar á meðal í reglugerð (EB) nr. 713/2009um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, eiga því ekki við og hafa ekki raunhæfa þýðingu hér á landi að óbreyttu.

Guðlaugur Þór ítrekar þýðingarleysi þriðja orkupakkans í svari á alþingi:

 Þar sem Ísland á ekki í raforkuviðskiptum yfir landamæri hefur reglugerðin ekki þýðingu hér á landi.

Engu að síður ætla Guðlaugur Þór og forysta Sjálfstæðisflokksins að fórna flokknum. Fyrir þýðingarlaust mál.

Hvað er forysta Sjálfstæðisflokksins að hugsa? 


mbl.is Minnsta fylgi Sjálfstæðisflokksins síðan 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er greinilegt að íslenskir stjórnmálamenn hafa staðið við færiband EES reglugerða og hleypt allri vitleysunni framhjá. Þeir eiga sér engar málsbætur.

Ragnhildur Kolka, 1.8.2019 kl. 10:46

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ætlar ekki hann Birgir að tala við okkur svo að við skiljum þetta. Og svo Hún Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem var kjörin til þess að hafa forystu fyrir okkur? Við erum svo vitlaus að við skiljum ekki að fylgið skiptir engu máli fyrir svona stóran flokk eins og Sjálfstæðisflokkinn.Gulli veit hvað honum er fyrir bestu.

Halldór Jónsson, 1.8.2019 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband