Fimmtudagur, 4. júlí 2019
Þorgerður Katrín og kapítal, pólitískt og siðferðilegt
Þorgerður Katrín formaður Viðareisnar hrökklaðist úr Sjálfstæðisflokknum þar sem tiltrú á henni beið hnekki í hruninu, einkum vegna Kaupþingsmála, þar sem þau hjón nutu sérmeðferðar forréttindafólks.
Þorgerður Katrín gerir hróp að fyrrum samherjum fyrir að vera ekki nógu ,,frjálslyndir" að flytja fullveldið til Brussel, hvort heldur í bútum, með EES-samningnum, eða í heilu lagi með ESB-aðild.
Í lok greinarinnar í Fréttblaðinu biður Þorgerður Katrín um ,,nýja kjölfestu í utanríkismálum." Kjölfesta í stjórnmálum verður til úr pólitísku kapítali sem stjórnmálamenn og flokkar þeirra safna í sarpinn með störfum sínum. Formaður Viðreisnar á ekkert pólitískt eða siðferðilegt kapítal til að leggja fram í ,,kjölfestu", hvort heldur í utanríkismálum eða öðrum pólitískum álitamálum.
Athugasemdir
Pólitísk inneign Þorgerðar Katrínar í tiltrúog trausti hjá mér er núll og verður það hvað sem bún segir héðan af. Traust er bara einnota.
Halldór Jónsson, 4.7.2019 kl. 11:29
Takk fyrir pistilinn Páll Í öllum bænum Þorgerður katrín! Finndu þér eitthvað annað en þjóðarauðlindina til að treita með.
Búin að kreista nóg úr auðlindinni okkar.
Farðu!
Kv af Suðurlandi
Óskar Kristinsson, 4.7.2019 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.