Miðvikudagur, 3. júlí 2019
Almiðlun og öfgar
Almiðlun fjölmiðla og samfélagsmiðla einkennir skoðanamyndun samtímans. Í almiðlun er fábreytt atvik, skór frá Nike í þessu tilviki, blásið upp í ógnarstærð þrungna merkingu til að andstæðar fylkingar geti látið móðinn mása um hríð. Markmið umræðunnar er að hreykja sér á háum hól og þykjast betri en andstæðingurinn.
Fábreytt atvik yfirskyggja einatt alvarlega og málefnalega umræðu þegar almiðlun er annars vegar. Um daginn hittust leiðtogar 20 helstu iðnríkja heims. Öll heimsmálin féllu í skugga ómerkilegs fundar forseta Bandaríkjanna og leiðtoga Norður-Kóreu.
Almiðlun elur á öfgum þar sem blæbrigði, fyrirvarar og efi þurrkast út. Maður er þvingaður til að velja milli öfga. Með Trump eða móti; manngert veðurfar eða afneitun á áhrifum mannsins á umhverfið; múslímavæðing eða rasismi og svo framvegis.
Almiðlun er eins og viðvarandi stormsveipur sem eirir hvorki dómgreind né skynsemi, býr til falskar andstæður og stillir málum upp sem annað hvort eða. En lífið, óvart, er bæði og.
Rasistaskór eða pólitísk rétthugsun? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skarpleg íhugun
Halldór Jónsson, 3.7.2019 kl. 13:07
Já skörp íhugun Páll.
Stemmingin í dag á Vesturlöndum er á leið þangað þar sem fólkið hefur fengið meira en nóg af þjóðsvikulum stjórnmálum og sem það veit að í síðasta enda munu þvinga það til að velja á milli ókostanna við Léon Blum eða Hitler, og síðan á milli Hitlers og Stalín.
En það er einmitt þangað --þ.e. til kjörs milli þannig "valkosta"-- sem Vesturlönd stefna, ranki lofthjúpsmenn stjórnmála og fjölmiðla ekki úr rotum sínum. "Frekar Hitler en Blum" var öskrað í franska þinginu.
Sem betur fer var hraðinn ekki svona mikill eins og hann er í dag þegar bók vísindamanns um þaulskipulegt kerfi skurða gerða af vitsmunaverum á Mars kom út á sínum tíma, þó svo að hún hafi valdið usla - og sem hvorki var hægt að sanna né afsanna á þeim tímum.
En hvað gera flokkar og fjölmiðlar ekki þegar að gamall grunnur þeirra liggur í rúst.
20. öldin með sínum mörgu og banvænu vinstri-ismum skildi marga stjórnmálaflokka Vesturlanda eftir nakta og allslausa í fjöruborði 21. aldarinnar. Það hafði bara fjarað undan þeim þvælan. Finna varð því upp nýja þvælu. Til dæmis þvæluna um loftslagið. Þar er enn smá von eftir fyrir hina nöktu.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 3.7.2019 kl. 13:58
Og á meðan ég man, þá hefur Trump tekið að sér "verkalýðinn" í vestri. Allt er horfið nema lofts-slagurinn.
Gunnar Rögnvaldsson, 3.7.2019 kl. 14:01
Loks komst ég í blogg dagsins og upplifði eins og ég sæi erfðahegðun ákveðinna kvenna í eldhúskaffiumræðum fyrri tíma; "hreykja sér á háum hóli" ráða nú öllu!!!
Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2019 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.