Þriðjudagur, 2. júlí 2019
ESB kúgar Sviss, til að hóta Bretum
Evrópusambandið afturkallaði heimild um jafnræði milli hlutabréfamarkaða í sambandinu og Sviss. Tilgangurinn er að kúga Svisslendinga til að taka upp ESB-reglur. Ráðamenn í Brussel nota Sviss sem fordæmi fyrir útgöngu Breta, Brexit.
Sviss er með um 160 tvíhliða samninga við ESB, enda hvorki í sambandinu né aðili að EES-samningnum líkt og Ísland. Við endurskoðun samninganna er ESB efst í huga að þvinga Svisslendinga að taka upp laga- og regluverk sambandsins.
Harðræðið sem ESB beitir Sviss er til höfuðs Bretum sem eru á leiðinni út úr ESB. London er ein helsta fjármálamiðstöð heimsins og má illa við útilokun frá mörkuðum ESB.
Þvingunartilburðir ESB virðast þó ekki hafa mikil áhrif. Hlutabréfamarkaðurinn í Sviss starfaði eðlilega á fyrsta dagi eftir aðgerðir ESB gegn smáríkinu í Ölpunum. Kannski er ESB aðeins pappírstígur?
Athugasemdir
Á meðan ESB verður æ sovéskra eða orwelskara er nóg að gera hjá "fulltrúunum" sem ferðast fram og til baka með þotum þrátt fyrir hamfarahlýnun, til skrafs og ráðagerða við kollegana, hvernig best sé á reka búið (Evrópu) og hafa stjórn á húsdýrunum (almenningi). Yfirbústjórarnir eru þó með öll völd og refsa búum (Sviss) sem óhlýðnast - öðrum til viðvörunum. Því fleiri sem þotuferðirnar eru því minni er dómgreindin. Það er allt samkvæmt áætlun.
Orð og morð.
...sótti fundinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir, formaður...barátta gegn orðræðu hryðjuverkasamtaka, Á fundi stjórnarnefndar var samþykkt samhljóða ályktun um baráttu gegn orðræðu hryðjuverkasamtaka. Í ályktuninni var kallað eftir því að aðildarríki ynnu markvisst gegn áróðri ofbeldisfullra öfgahópa.
Hvað er til ráða? Jákvæðni. Senda Hamas sms skilaboð með broskalli?
Bent var á að jákvæð og hnitmiðuð skilaboð gætu unnið gegn orðræðu hryðjuverkasamtaka og sýnt fram á hræsni þeirra. Slík skilaboð væri hægt að byggja á sameiginlegum siðferðislegum gildum sem fyndust bæði í mannréttindasáttmála Evrópu og íslamstrú.
Leiðbeiningar til að koma í veg fyrir hryðjuverk.
Þeim tilmælum var einnig beint til ráðherranefndar Evrópuráðsþingsins að útbúa leiðbeiningar fyrir aðildarríkin um hvernig best mætti vinna gegn áróðri hryðjuverkasamtaka. Í umræðum kom fram að nauðsynlegt væri að mæta unga fólkinu á sama vettvangi og hryðjuverkamennirnir nota til að reyna að ná til þeirra, þ.e. á samfélagsmiðlum. Skýrsluhöfundur benti á að í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum, líkt og í baráttu við uppreisnarmenn, væri nauðsynlegt að vinna hug og hjörtu almennings. Það væri hægt að gera með því að beina sjónum að því sem sameinaði fólk og með því að Evrópubúar væru stoltir af sameiginlegum gildum sínum. Hann sagði Evrópuríki takast á við stórar áskoranir í formi hryðjuverka, fólksflutninga, fátæktar og vantrausts á stjórnmálastofnunum. Ekki síst væru auknir kynþáttafordómar viðsjárverðir og hvatti hann meðlimi Evrópuráðsþingsins til að bregðast af festu við þjóðernissinnaðri orðræðu.
En öllu alvarlegri er orðræða þjóðernissinna. Þá duga engin jákvæð skilaboð. Samræður og umræður eru vonlausar að mati þotufulltrúanna enda er hyskið aðalega hvítir karlar.
"Íslensku þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðuna við að viðurkenna stjórnmálahópinn og segjast afar ánægðar með niðurstöðuna. "Þetta sýnir að það er hægt að sporna við hatursorðræðu og kynþáttahatri í stjórnmálum..."við Rósa lögðum þrotlausa vinnu í það að standa vörð um gildi Evrópuráðsins í þessu máli og sú vinna hefur nú skilað þessum mikilvæga árangri í baráttunni við hatursorðræðu. Þetta eru þingmenn öfga-hægri flokka, eins og Alternativ für Deutschland og Lega Nord sem bera enga virðingu fyrir gildum Evrópuráðsins, við gátum ekki samþykkt viðurkenningu þeirra og nú er ljóst að framkvæmdastjórnin gerir það ekki heldur. Því ber að fagna."
En getur ekki verið að hatur á vestrænum hvítum samfélögum sé einmitt sú réttlæting sem hryðjuverkamenn nota. Dettur engum í hug að áratuga samfelldur áróður gegn vesturlöndum breyti engu? Google ásamt herskara af jafnaðarfasistum hefur lofað að jafna heiminn og hafa lofað vinum sínum að Trump verði ekki endurkjörinn.
Google "white men" fyrstu þrír linkar
Google "arabic men" fyrstu þrír linkar.
Benedikt Halldórsson, 3.7.2019 kl. 07:01
Staksteinar fjalla um þessa færslu þína í dag og spyrja hvort ESB sé bara pappírstígur. Ef það væri bara raunin. Í dag fjallar (Brósi) Evan-Pritchet í Telegraph um næstu atlögu sambandsins að fullveldi Sviss. Nú á að þvínga þá inn í orkupakkana með góðu eða illu.
Á einhverjum tíma renna allir tvíhliða samningarnir milli Sviss og ESB út og þá bíður sambandið, með klærnar úti, eftir að hremma góssið.
Nei, ESB er ekki pappírstígur. ESB er gráðugt gin óseðjandi skrímslis.
Ragnhildur Kolka, 3.7.2019 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.