Breiðholts-Lilja og Vesturbæjar-Kata

„Stuðning­ur við Lilju er mest­ur meðal tekju­lágra og þeirra sem hafa minnsta mennt­un. Þessu er öf­ugt farið meðal stuðnings­manna Katrín­ar en traust til henn­ar styrk­ist eft­ir því sem tekj­ur hækka og mennt­un eykst.“ 

Lilja Alfreðsdóttir ólst upp í Breiðholtinu. Félagslegt bakland stuðningsmanna hennar, samkvæmt tilvitnun hér að ofan, dregur dám af æskustöðvunum. Katrín forsætis er aftur nátengd vesturbænum og fær mestan stuðning frá háskólafólki og þeim tekjuhærri.

Við viljum trúa því að Ísland sé stéttlaust. Í fámenni bændasamfélagsins var félagslegur hreyfanleiki. Börn hjáleigubænda gátu stofnað til fjölskyldutengsla við afkomendur meðalbænda sem aftur gátu tengst stórbændum og fjölskyldum embættismanna. Í sveitum var breytileiki, betri bændur og þeir sem máttu sín minna, en sá breytileiki var ekki meitlaður í stein. Járnhörð lögmál gerðu þó sumum erfitt fyrir. Vinnuhjú gátu almennt ekki gert sér vonir um hjúskap nema að komast fyrst yfir jörð til að hokra á. Í góðæri fjölgaði bændum á nýbýlum en í hallæri fækkaði þeim er þeir leituðu griða í vistarbandinu.

Vaxandi þéttbýli á síðustu öld breytti þeirri stöðu að hvert sveitarfélag og borgarhverfi nyti félagslegrar breiddar sveitasamfélagsins. Sum bæjarfélög, t.d. Garðabær og Seltjarnarnes, bjuggu að íbúum með hærri tekjur og meiri menntun en önnur. Sama gilti um hverfi borgarinnar. Þegar Reykjavík var skipt upp í tvö kjördæmi var ákveðið að skipta ekki eftir landafræði í austur og vestur heldur draga kjördæmamörk þvert á landafræði og félagslega stöðu borgarhlutanna. Mörkin eru frá Ufsakletti við upphaf Hringbrautar og austur eftir. Kjördæmamörkin kljúfa vesturbæinn í tvennt í norður- og suðurhluta. Þetta var meðvituð ákvörðun til að framkalla félagslegan fjölbreytileika í kjördæmum höfuðborgarinnar. Lítill eða enginn pólitískur ágreiningur var um þessa ráðstöfun.

Við viljum stéttlaust samfélag. En þegar nánar er að gætt, samanber tilvitnaða könnun, fléttast saman félagslegur bakgrunnur stjórnmálamanna og stuðningsliðs þeirra. Ekkert stórt við því að segja. fólk finnur til samstöðu ekki endilega vegna hugmynda heldur tilfinningu fyrir uppruna og manngildi stjórnmálamanna. Sá stjórnmálamaður sem sækir fylgi sitt þvert á hreppamörk og í sem flesta félagshópa er líklegastur til frama. Stjórnmálamenn vissu þetta þegar á Sturlungaöld enda sígild sannindi. 

 


mbl.is Flestir treysta Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Og það er líka staðreynd að bakgrunnur flestra alþingismanna er allt annar en bakgrunnur þjóðarinnar sem heild. Þetta snertir bæði menntun og strafsreynslu. Þannig verða þingmenn hlutdrægir þegar kemur að fjárveitingum, því að þeir vilja helzt hygla þeim sem hafa sama gagnslausa bakgrunninn og þeir sjálfir: háskólagráðu úr félagsfræðideild og starfsreynslu hjá hinu opinbera og aldrei migið í saltan sjó. 

Aztec, 30.6.2019 kl. 21:16

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Nokkuð til í því.

Páll Vilhjálmsson, 30.6.2019 kl. 21:21

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hefur Katrín forsætis einhvern tímann unnið

vinnu sem almúginn þarf að gera..??

Svar..ALDREI.

Búnin að vera meira og minna á ríkisspena frá

því í menntaskóla.

Er nema von að allt sé í klessu á alþingi með

alla þessa auðnuleisingja sem aldrei hafa lært

að vinna og telja háskólagráður sem svita og vinnu.

Ekki langt í það að verkamannastéttin er ekki næg

til að skattleggja til að halda þessari forréttindastétt

uppi. Og hvað þá..?? Taka eigurnar af fólki..??

Það er ekkert annað eftir til að tryggja þeim ofur-eftirlaun

og starfslokasamninga sem almúgin mun aldrei hafa aðgang að.

Bara útskrift úr háskóla, á hún að tryggja þér vinnu hjá

hinu opinbera...??   Virðist vera og ef svo er,

hvetjum okkar ungmenni til hundsa verkmenntun,

því þar er öryggileysið, lágur lífeyrir og umfram allt,

engvir 6 mánaða biðsamningar meðan þú býður eftir

öðru ríkissjúgandi spena djobbi.

Þetta er mismunurinn.

Flott að vera á ríkinu...enda kennt í háskóla.

Sigurður Kristján Hjaltested, 30.6.2019 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband