Laugardagur, 29. júní 2019
Pútín er Sesar samtímans
Frjálslynd alþjóðahyggja er úrelt, segir Pútín Rússlandsforseti. Einarðir vinstrimenn og fjölmenningarsinnar, t.d. dálkahöfundur Guaridan, rjúka upp til handa og fóta og fordæma Pútín en viðurkenna jafnframt að forsetinn fer með rétt mál.
Sesar boðaði endalok lýðveldis Rómar á fyrstu öld fyrir Krist. Róm var orðið heimsveldi en stjórnkerfi lýðveldisins var hannað fyrir bændasamfélag í kringum borgina sem Rómúlus er sagður hafa stofnað 753 fyrir okkar tímatal og verð lýðveldi rúmum tveim öldum síðar.
Alþjóðavædd fjölmenning hefur riðið húsum á vesturlöndum frá og með hippakynslóðinni. Grunnurinn var lagður með velferðarkerfinu eftir seinna stríð en hipparnir héldu að staðbundið fyrirkomulag kristinna gilda gæti átt við alla heimsbyggðina mínus kristnu gildin. Allsherjarhrun þessarar grunnhyggnu hugmyndafræði hófst með vestrænni innrás í Írak 2003, útþenslu ESB inn í rússneskt áhrifasvæði nokkrum árum síðar og síðast en ekki síst stórfelldum innflutning á múslímum til vesturlanda, sem þiggja vestræna velferð en fyrirlíta vestræn gildi.
Bakslagið gegn bláeygri fjölmenningu hófst með látum árið 2016 þegar Bretar kusu úrsögn úr ESB, Brexit, og Bandaríkjamenn gerðu Trump að forseta.
Ekki frekar en Sesar fyrir 2050 árum veit Pútín hvað tekur við eftir úreldingu frjálslyndrar alþjóðahyggju. Brútus og félagar í öldungaráði lýðveldisins drápu Sesar áður en hann náði að móta nýtt fyrirkomulag. Öldungaráð samtímans er framkvæmdastjórn ESB. Þar eru fyrir á fleti fyllibyttan Juncker og andlitslausir og ólýðræðislegir embættismenn sem hugsa ekki um annað en maka krókinn.
Ef lýðræðið á ekki að fara fjandans til með frjálslyndu fjölmenningunni þurfa vesturlönd að efla samheldni í sínum þjóðríkjum. Pútín barði samheldni inn í rússnesku þjóðina eftir 75 ára misheppnaða tilraun með kommúnisma, sem lengi var eftirlæti hippakynslóðarinnar.
Skarpur maður, Pútín.
Athugasemdir
Fjölmenning er víðtækt hugtak og gæti átt við marga hluti.
Spurningin ætti alltaf að vera hvað leiðir til framþróunar og hvað ekki:
Jóga, Guðspeki og karate geta leitt til framþróunar fyrir okkar samfélag
EN
múslimatrú og gaypride-göngur eru skref afturábak í þróuninni
og leiðir til hnignunar.
Jón Þórhallsson, 29.6.2019 kl. 11:02
Þetta er fróðlegt, að reyn að setja söguna í samhengi. Þá fáum við meiri skilning. Við höfum fest okkur í efnisheims trú, en erum nú að skilja að við búum í fjölheimum, eins og Kristnir, Hinduar og Ásatruar menn ásamt fleirum hafa sagt.
Egilsstaðir, 29.06.2019 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 29.6.2019 kl. 18:12
Páll ef þú hefir ekki lesið þetta en hér er grein um áróðursdeild ESB í Tékkóslóvakíu á sínum tíma Er ekki sama að ske hér. https://www.brugesgroup.com/media-centre/papers/8-papers/786-federalist-thought-control-the-brussels-propaganda-machine?fbclid=IwAR0ZBaOb2NNkaox_YilN-w_pj2u2uiOeNf-os8Xp1cWDVihJVGKr6Gv5kzU
Valdimar Samúelsson, 29.6.2019 kl. 22:21
Pútín og Trump saman eru von mannkynsins
Halldór Jónsson, 29.6.2019 kl. 23:52
Frábær greining:
Alþjóðavædd fjölmenning hefur riðið húsum á vesturlöndum frá og með hippakynslóðinni. Grunnurinn var lagður með velferðarkerfinu eftir seinna stríð en hipparnir héldu að staðbundið fyrirkomulag kristinna gilda gæti átt við alla heimsbyggðina mínus kristnu gildin.
Allsherjarhrun þessarar grunnhyggnu hugmyndafræði hófst með vestrænni innrás í Írak 2003, útþenslu ESB inn í rússneskt áhrifasvæði nokkrum árum síðar og síðast en ekki síst stórfelldum innflutning á múslímum til vesturlanda, sem þiggja vestræna velferð en fyrirlíta vestræn gildi.
Bakslagið gegn bláeygri fjölmenningu hófst með látum árið 2016 þegar Bretar kusu úrsögn úr ESB, Brexit, og Bandaríkjamenn gerðu Trump að forseta."
Kollege Saddam Hússein minn var sá eini sem gat haldið friðinn í Írak. Margverðlaunaður verkfræðingur af S.þ.Demókratar í USA skildu það ekki eins og flest annað.
Halldór Jónsson, 30.6.2019 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.