Föstudagur, 14. júní 2019
Miðflokkurinn er farvegur fullveldisins
Einn þingflokka stendur Miðflokkurinn vaktina fyrir fullveldi þjóðarinnar yfir náttúruauðlindum sínum. Æ fleiri sannfærast um að 3. orkupakkinn er úlfur í sauðagæru. Samþykkt orkupakkans fæli í sér að forræði þjóðarinnar í raforkumálum færi til Brussel.
Í dag skrifa fimm hæstaréttarlögmenn grein í Morgunblaðið sem vara við innleiðingu orkupakkans. Í vikunni gerði fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingar grein fyrir andstöðu við orkupakkanum í sama blaði með snjöllum rökstuðningi.
Skoðanakannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar er á móti orkupakkanum.
Miðflokkurinn sá til þess að umræðan héldi áfram þegar aðrir þingflokkar vildu ganga í ESB-takti fyrir björg og framselja yfirráðin yfir orku landsins til útlendra hagsmunasamtaka.
Orkupakkameirihluti alþingis er svo blindur á eigin flónsku að hann gerir samninga sín á milli um þingmál en heldur Miðflokknum, er talar fyrir meirihluta þjóðarinnar, utangarðs. Skilaboðin frá Austurvelli eru þau að Miðflokkinn þarf að efla til að þjóðin haldi fullveldinu. Og það styttist í kosningar.
Það blasir við öllum nema orkupakkameirihlutanum á alþingi að eina skynsamlega ráðstöfunin er að taka 3. orkupakkann af dagskrá og fá undanþágu frá orkustefnu ESB. Rökin eru kristaltær: Ísland er ekki tengt orkukerfi Evrópu. Skýr fordæmi eru fyrir undanþágum á þessum grunni. Við tökum ekki upp lög og reglur um lestir og skipaskurði með sömu rökum.
Þjóðin þakkar Miðflokknum en orkupakkameirihlutinn á alþingi má vara sig.
Undirritað samkomulag dugði ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður sem sakaður var um landabrugg og átti til þess græjur en engin sönnunargögn lágu fyrir bar grunur, spurði hvort sýsli vildi ekki sekta sig líka fyrir nauðgun. Af hverju spurði ...li sýslumaður :Nú ég hef tækin sagði kallinn.
Hvernig getur maður skrifað undir skuldbindingu um að stuðla að verslun með orku yfir landamæri ef maður ætlar ekki að gera það en hefur til þess tækin?.
Miðflokksmaður eða ekki.
Maður bara gerir ekki svona eins og kallinn sagði.
Halldór Jónsson, 14.6.2019 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.