Gulli berst fyrir pólitísku lífi sínu - með þögninni

Guðlaugur utanríkis ber mestu ábyrgðina á klúðrinu með 3. orkupakkann. En í stað þess standa í brúnni felur ráðherra sig neðan þilja og lætur tvær konur taka ágjöfina, Þórdísi iðnaðarráðherra og Áslaugu Örnu.

Gulli er nokkuð slyngur að koma sér undan ábyrgð. Hann t.d. slapp við afleiðingarnar að vera á framfæri Baugs á tímum útrásar. 

En hvort það dugi til í þetta sinn að þegja sig frá ábyrgð á eftir að koma í ljós. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rétt. Það er komið gott af þeirri ágjöf sem þær ágætu konur þurfa að þola.  Fyrir málstað flokksins sem er ekki endilega þeirra hjartans mál.

Kolbrún Hilmars, 7.6.2019 kl. 16:25

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þögn Baugsþegans er hrópandi. Dettur einhverjum heilvita manni í hug, að ekki komi að skuldadögum hjá utanríks? Tja fussusvei. Nú ganga hrunverjarnir að veðum sínum, á skala sem allir ættu að hræðast. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.6.2019 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband