Óheft flæði fullveldis úr landi

3. orkupakkinn tekur völdin af alþingi í raforkumálum þjóðarinnar og færir þau til Brussel. Ef alþingi samþykkir orkupakkann er ákvörðunarvald yfir virkjunum á Íslandi flutt til meginlands Evrópu.

Þjóð sem ekki ræður eigin náttúruauðlindum er komin í stöðu hjálendu. Útlent yfirvald setur aldrei hagsmuni hjálendunnar í forgang. Það leiðir af eðli málsins, útlenda yfirvaldinu eru einfaldlega aðrir hagsmunir kærari en hjálenduþjóðar.

Æ skýrara verður að þvílíkt feigðarflan það yrði að samþykkja þriðja orkupakka ESB. Miðflokkurinn er halreipi þjóðarinnar á alþingi.


mbl.is Verið að samþykkja óheft flæði raforku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Er upptalningin á kostum samþykktar ekki ókomin aðeins?

Halldór Jónsson, 7.6.2019 kl. 11:25

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alltaf góður Páll en fyrirsögnin minnir á eitt merkasta ljóð fornbókmenntanna,(Egils Skalla). 

Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2019 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband