Miðvikudagur, 5. júní 2019
Trú á yfirburði mannsins - og syndafallið
Manngert veður er ímyndun fólks sem einu sinni trúði á yfirburði hvíta mannsins og vildi steypa alla í sama mót vestrænnar menningar. Veður og loftslag lúta náttúruferlum sem við skiljum ekki nema að litlum hluta.
Sögulegar heimildir eru um hlýrra veðurfar en nú, bæði á miðöldum og á tímum Rómarveldis. Maðurinn kom hvergi nærri breytingum á loftslagi en nýtti sér aðstæður. Norrænir menn settust að á Íslandi og Grænlandi. Rómverjar sátu England á sínum tíma enda gátu þeir stundað þar landbúnað með sínum hætti á hlýskeiðinu sem við þá er kennt.
Skrítna fólkið sem trúir á manngert veður er einatt einnig þeirrar skoðunar að nú sér kortér í endalok siðmenningar. Þetta er sama stefið og í trúarbrögðum þar sem sérstöðu mannsins er fléttað saman við syndina og heimsendi.
Aðeins kjarnorkustríð er stærri ógn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blessaður Páll!
Það er spurning hvort er ekki ábyrgðarhluti að vera með Ráðherra sem talar fyrir þessari yfirgengilegu þvælu í sambandi við hlýnun af mannavöldum.
Rétt að lýsa yfir neyðarástandi sagði hann.
Eg mundi segja það neyðarástand fyrir Íslendska þjóð að hafa suma í ráðherrastöðum.
Kv af Suðurlandi
Óskar Kristinsson, 5.6.2019 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.