Stjórnarskráin virkar: þjóðin stöðvar alþingi í neyð

Stjórnarskráin tryggir stjórnskipun annars vegar og hins vegar meginreglur lýðræðisins. Í átakamálum, t.d. Icesave og 3. orkupakkanum, reynir á stjórnarskrána.

Hún stóðst prófið í Icesave og gerir það enn sem komið er í orkupakkamálinu. Miðflokkurinn heldur orðinu á alþingi í þágu þjóðarinnar og með stuðningi meirihluta kjósenda, eftir því sem bestu verður séð á skoðanakönnunum.

Ef Miðflokkurinn nyti ekki víðtæks stuðnings meðal almennings hefði flokkurinn ekki haldið orðinu í þágu þjóðarinnar. Orðræða á alþingi sem ekki talar til kjósenda fellur niður dauð og ómerk. En það er eftirspurn eftir málflutningi Miðflokksins og þar með heldur hann áfram.

Þingsköp byggja á þeirri meginhugsun stjórnarskrárinnar að alþingi starfi samkvæmt þjóðarvilja en ekki hagsmunum embættismanna eða miðstýrðra meðhlaupara þeirra sem tímabundið fara með lyklavöldin í stjórnarráðinu.

Við eigum ekki að ljá máls á því að breyta stjórnarskránni þegar reynslan sýnir ótvírætt að hún virkar.


mbl.is Ný stjórnarskrá lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þökk sé Miðflokksþingmönnum fyrir þrautseigju þeirra.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.6.2019 kl. 15:44

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þeir sem vilja breyta stjórnarskrá eru þeir sem vilja selja landið og fórna sjálfstæðinu. Það er ekki ætlunin að breyta henni til eflingar lýðræðisins, heldur til aukinna valda embættismanna og stjórnvalda.

Þegar svona uppákomur verða, stjórnvöld komast lítt áfram með svik sín við kjósendur, poppar alltaf upp umræðan um breytingu á stjórnarskrá. Þar tala hæst þeir sem voru í svokölluðu stjórnlagaráði Jóhönnu Sig.

Þá ætti kannski að skoða það sem frá því ráði kom, en þar var t.d. kafli um rétt kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæða um einstök mál. Þó var sá varnagli settur að ekki mætti færa málefni sem sneri að samningum við aðrar þjóðir eða ríkjasambönd í slíkar atkvæðagreiðslu. Icesave og núna þriðji orkupakki ESB myndu þá ekki mega fara í þjóðaratkvæðagreiðslu!

Gunnar Heiðarsson, 4.6.2019 kl. 16:21

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Einmitt Gunnar. Þú skrifaðir það sem margir hugsa. 

Benedikt Halldórsson, 4.6.2019 kl. 17:45

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar Gunnar; 
Pétur Gunnlaugs hefur þráfaldlega stagast á þessu beina lýðræði,en það fer þá fyrir lítið með þessa varnagla sem greinilega dygðu ekki í okkar allra hættulegustu málum. Ég mátti vita þetta og fá að lesa það,tortryggnin fylgir hverri hreyfingu Jóhönnu Sig.   

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2019 kl. 18:44

5 Smámynd: Egill Vondi

Núverandi stjórnarskrá afgreiðir málið betur, enda er þar bannað að framselja fullveldi Íslands.

Þegar þeir eru ekki að velta sér upp úr tilfiningapólitík hugsa Píratar ekki um annað en þessa fáránlegu nýju stjórnarskrá sína.

Egill Vondi, 4.6.2019 kl. 19:43

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eitthvað skolast nú til hjá þeim sem hæla núverandi stjórnarskrá. Í stjórnarskrá stjórnlagaráðs eru mikilvæg ákvæði um beint lýðræði, sem vantað hefur hingað til stjórnarskrána, og þessar tillögur stjórnlagaráðs fengu yfirgnæfandi byr í þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012. 

Ómar Ragnarsson, 4.6.2019 kl. 22:29

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samkvæmt 67. grein í tillögu stjórnlagaráðs hefði reynst erfitt að fá þjóðaratkvæði um icesave og sennilega útilokað að hægt væri að kjósa um op3.

Þú sem einn höfunda þessa plaggs ættir að vita þetta, Ómar.

Gunnar Heiðarsson, 5.6.2019 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband