Trú, firring og hagnaðarvon

Falstrúin á manngert veðurfar skapar viðskiptatækifæri. Í stjórnarsamstarfinu skaffa Vinstri grænir trúarbrögðin og sjálfstæðismenn eru meira en tilbúnir að taka þátt í leiknum - út á prósentur auðvitað.

Trúarsetningin um manngert veðurfar er orðin álíka viðurkennd og hugmyndin um himnaríki og helvíti á miðöldum.

Maðurinn er náttúruafurð rétt eins og veðurfarið. En það er hægt að gera sér mat úr trúgirni fólks. Kaþólska kirkjan kunni það á miðöldum og seldi aflátsbréf. Núna er verslað með mengunarkvóta.

  


mbl.is 21. öldin ekki bara um hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Trúin er fullvissa um það sem menn vona - úr Hebreabréfi- Það gengur ekki svo glatt að trúa vísindamönnum sem eru uppi á sömu öld og við,um að hlýnun á jörðinni sé manninum að kenna; "og konunni". Tek þetta upp eftir barna barni mínu sem svarði svona í barnaskóla spurningunni "hver er mesti óvinur þorksins" 

Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2019 kl. 19:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Úff-Þosksins

Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2019 kl. 19:57

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ævinlega er því sleppt, að hvað sem líður loftslagsmálum, er olían takmörkuð auðlind og það verður ekki hjá því komist að nýta íslenska möguleika á að sleppa sem best í því verkefni að skipta yfir í íslenska orku úr erlendri. 

Furðulegt er að barist sé gegn þessu, ekki síst þegar rifjað er upp hvernig við Íslendingar skiptum úr kolum og olíu yfir í hitaveituvatn á síðustu öld.  

Ómar Ragnarsson, 28.5.2019 kl. 21:08

4 Smámynd: Hörður Þormar

Sagt er að erfitt sé að breyta stefnu flugvélamóðurskipa, en stundum virðist erfiðara að skipta um skoðun.foot-in-mouth

Hörður Þormar, 28.5.2019 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband