Katrín vonar, Miðflokkurinn býður eina svarið

Katrín forsætis vonar að ekki verði lagður sæstrengur til Íslands. Sú von veikist ef 3. orkupakki ESB verður innleiddur í íslensk lög.

Orkupakkinn færir ESB forræði yfir hvernig raforkumálum skuli háttað hér á landi. 

Eina raunhæfa leiðin til að tryggja að ekki verði lagaður sæstrengur er að hafna orkupakkanum. Ágætis byrjun er að fresta orkupakkamálinu.


mbl.is Miðflokksmenn einir í salnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Og þetta er forsætisráðherrann. Hvílíkur barnaskapur. Það er ekki von á góðu þegar forustu sauðurinn er jafn ótengdur við veruleikann og þessi ummæli sýna.

Ragnhildur Kolka, 28.5.2019 kl. 07:19

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er fullt tilefni til að þrauka og gefast ekki upp. Þúsundir hafa skrifað undir mótmæli gegn orkupakkanum. En svo er stórir skarar sem þora ekki að setja sig á móti orkapakkanum af ótta við að vera settur til hliðar af frekjuhundunum. Þeirra urr er hvatning að gefast ekki upp. 

Benedikt Halldórsson, 28.5.2019 kl. 08:25

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það vill nú reyndar þannig til að það er ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að hægt sé að leggja sæstreng héðan eins og er. En það er eins og andstæðingar þessa orkupakka haldi að ef þeir bara endurtaka nógu oft þau ósannindi að forsenda sæstrengs sé orkupakkinn verði lygin að sannleika.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.5.2019 kl. 13:06

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þorsteinn, alveg rétt, ekkert í lögum kemur í veg fyrir að sæstrengur verði lagður, en orkupakkinn tryggir að ákvörðunin verður á forsendum ESB en ekki íslands. Og við vitum nú að engin fyrirstaða verður á Alþingi fyrir framkvæmdinni.

Ragnhildur Kolka, 28.5.2019 kl. 14:04

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst undarlegt ef þú sérð það ekki sjálf Ragnhildur, hversu rangar þessar staðhæfingar þínar eru. Í fyrsta lagi, hað áttu nákvæmlega við þegar þú fullyrðir að "ákvörðunin verður á forsendum ESB en ekki Íslands", og getur þú rökstutt það með vísan í löggjöfina. Í öðru lagi, hvernig í ósköpunum getur þú fengið það út að þegar frekari girðingar eru settar fyrir ákvörðun verði ákvörðunin auðteknari? Gerir þú þér ekki grein fyrir því, að fái andstæðingar orkupakkans sínu framgengt er nákvæmlega ekkert í lögum sem hindrar lagningu sæstrengs? Þetta hlýtur þú að skilja.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.5.2019 kl. 15:54

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Þorsteinn, það er fallegt af þér að leika bjána, hins vegar ljótt þegar þú notar bjánaskap þinn til að bögga konur á virðulegum aldri.

Þetta má lesa á vef Evrópusambandsins um orkupakka 3, sem svarar öllum þínum spurningum varðandi regluverk ESB.

"What is the aim of the "third energy package"?

The aim is to make the energy market fully effective and to create a single EU gas and electricity market. This will help to keep prices as low as possible and increase standards of service and security of supply.

When will the "third package" come into force?

Member States had 18 months, till 3 March 2011, to transpose the two Directives into national law. The Regulations will be applicable as of the same day.

What does it consist of?

The package consists of two Directives, one concerning common rules for the internal market in gas (2009/73/EC), one concerning common rules for the internal market in electricity 2009/72/EC) and three Regulations, one on conditions for access to the natural gas transmission networks ((EC) No 715/2009), one on conditions for access to the network for cross-border exchange of electricity ((EC) No 714/2009) and one on the establishment of the Agency for the Cooperation of Energy Regulators ACER ((EC) No 713/2009). They were adopted in July 2009.".

Síðan er það rétt hjá þér, þó þú leikir últra bjána hvað það varðar, að það er ekkert í núverandi lögum sem hindrar að lagður sé sæstrengur á milli Íslands og annarra landa.

Enda af hverju ætti það að vara bannað ef það er hagkvæmt fyrir þjóðina???

Eina spurningin er Þorsteinn, hvað kostar eitt stykki bjáni í dag??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.5.2019 kl. 17:42

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þorsteinn, það er óþarfi að endurtaka í sífellu að ekkert í lögum komi í veg fyrir sæstreng. Það hefur alla tíð legið ljóst fyrir. Tilgangur ESB hefur einnig legið ljós fyrir þó þú og ríkisstjórnin þráist við að skilja það. Við, bjálfarnir, sem trúum ekki á fyrirvarana okkur hefur nú bæst liðsauki. Kannski þykir þér ekki mikið til héraðsdómarans Arnar Þórs Jónssonar koma, en mér segir svo hugur að lóð hans á vogarskálinni vegi þungt - og fyrirvararnir, þegar á þá reynir, þeir verði léttvægir fundnir.

Þetta er ekki ósk mín en þetta er það sem ég óttast.

Ragnhildur Kolka, 28.5.2019 kl. 22:19

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tilgangur ESB er að auka samkeppni á orkumarkaði milli landamæra í því skyni að lágmarka orkuverð. Þetta er háð því að svæðin séu samtengd.

Arnar bendir á að fjórfrelsið tryggir nú þegar skyldu til að leyfa lagningu strengs verði þess óskað. Þriðji orkupakkinn sem slíkur breytir nákvæmlega engu um þetta. En auðvitað er það meira mál að þurfa fyrst að leita eftir samþykki Alþingis og síðan að fara í málaferli. Og í málaferlum er nú ekkert öruggt um niðurstöðuna hvað sem líður yfirlýsingum fyrirfram.

Ég veit ekki alveg hvert markmið þeirra sem hamast gegn þessum orkupakka er. Og mig grunar að þeim sé það fæstum ljóst. Sé markmiðið að koma í veg fyrir lagningu sæstrengs, er þá ekki réttara að berjast gegn fjórfrelsinu?

Þorsteinn Siglaugsson, 29.5.2019 kl. 08:29

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þorsteinn, ég tala bara fyrir mig. Mér er annt um fullveldið og vil að valdið yfir orkuauðlindunum sé óskorað hjá Íslendingum. Velji þeir að selja orku sem er umfram í kerfinu og einhver er tilbúin að kaupa hef ég ekkert á móti því. Hvort sem er til Bretlands, Færeyja, ESB eða Noregs.

Ragnhildur Kolka, 29.5.2019 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband