Málsvörn þjóðarhagsmuna er ekki málþóf

Miðflokksmenn standa fyrir málsvörn þjóðarhagsmuna í orkupakkamálinu. Þeir fara í einu og öllu eftir þingsköpum. Ótækt er að fjölmiðlar éti upp áróður andstæðinga nýja þjóðarflokksins um að hér sé á ferðinni málþóf.

Þingstörf geta haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist, eins lengi og ríkisstjórnin geymir orkupakkann áfram ofan í skúffu - en hann hefur verið í geymslu frá 2009.

Orkupakkinn er ósvífin tilraun til að blekkja þjóðina. Góðu heilli sá Miðflokkurinn ekki ástæðu til að taka þátt í blekkingunni og beitir viðurkenndum aðferðum til að hindra meirihluta alþingis að ganga erinda lítils minnihluta þjóðarinnar.

 


mbl.is „Væntanlega lengra þing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Verkfall getur sett samfélagið á annan ef samningar nást ekki, en nú er volað og vælt vegna málþófs Miðflokks. Freka fólkið grípur til þess örþrifaráðs að niðurlægja þá sem eru að þvælast fyrir, til að koma í veg fyrir þá þjóðarplágu að þingmenn komist ekki tímanlega í heimsins lengsta sumarfrí og farið að sleikja sólina en veðurspáin er víst góð. 

Við sem styðjum málþóf Miðfokksins lítum á það sem neyðarrétt okkar. Við teljum að verið sé að keyra orkupakkann í gegn með lygum og blekkingum. Já, ég veit að þið teljið okkur heimsk og allt það, en látið það ekki bitna á fulltrúum okkar sem eru aðeins gera skyldu sína fyrir okkur.  

Þið kannist kannski við okkur er það ekki? Það erum svokallaðir kjósendur sem þið talið við á fjögurra ára fresti. Takk fyrir síðast :)

Málþófið kostar nánast ekkert og meiðir engan. Að vísu þurfa þingmenn að mæta í vinnuna á fullu kaupi í nokkra daga í viðbót.

Benedikt Halldórsson, 27.5.2019 kl. 16:25

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er einfaldlega skýrasta dæmið um málþóf sem hefur sést í háa herrans tíð. Hér er skilgreining Wikipedia á hugtakinu: "Málþóf kallast það þegar þingmaður eða þingmenn í löggjafarþingi reyna að hindra kosningu um frumvarp. Ein leið til þess er að draga umræður um frumvarpið á langinn með ræðuhöldum þangað til að flytjendur þess gefast upp á umræðunum og draga frumvarpið til baka."

Þetta er nákvæmlega það sem hér er á ferðinni. Það er ósköp kjánalegt að reyna að halda öðru fram.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2019 kl. 16:27

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég skil "málþóf" sem löglega og siðlega leið til að koma í veg fyrir að þingið geri "mistök" vegna "þrýstings" sem mannlegir þingmenn eiga erfitt með að standast. Ekki bara núna. Það er gott að hafa öryggisventil. 

Benedikt Halldórsson, 27.5.2019 kl. 17:03

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Málþóf er lögleg leið til að reyna að hindra að frumvarp nái fram að ganga. Það er skilgreiningin á hugtakinu. Og tilgangurinn er að minnihluti geti þvingað fram, eða reynt að þvinga fram, breytingar á málum. Þess vegna eru þingsköpin þannig að þau heimila málþóf.

En málþóf er vandmeðfarið. Þegar málþófið grundvallast á misskilningi og ósannindum er hægt að kalla beitingu þess misbeitingu.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2019 kl. 20:07

5 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Málið er ósköp einfalt. Ef þingmenn í minnihluta finna mál sem meirihlutinn (sem í þetta sinn er studdur af stórum hluta stjórnarandstöðu) ætlar að ná í gegn, en mikill meirihluti kjósenda er á móti, þá beitir hann málþófi. Ef þetta væri mál sem þorra fólks væri sama um eða væri jafnvel hlynntur myndu málþófsmenn tapa á framferðinu en núna vinna þeir stig. Og það gagnar ekkert að segja að almenningur sé á móti málinu af því hvað hann er vitlaus.

Hólmgeir Guðmundsson, 27.5.2019 kl. 23:02

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

 

Hvað gengur þér til, Þorsteinn, að berjast svona fyrir þriðja orkupakkanum?

Var einhver sem bað þig sérstaklega um þessa þjónustu við sig eða e-n hóp?

Ertu að þókknast meintum spekingi Birni Bjarnasyni* eða frænda hans, Bjarna?

Ertu að sækjast eftir einhveri dúsu frá flokknum að launum?

Til hvers í ósköpunum ættum við að samþykkja þennan þriðja orkupakka?

Enginn verulegu hagur fyrir þjóð okkar virðist af því tiltæki !

Af hverju þá þessi ofuráherzla, þegar margir vitrari en þú vara við honum?

Finnst þér í alvöru, að þingmenn eigi að taka ofuráhættu fyrir þjóð sína?

Reyndu ekki að láta eins og allt sé öruggt og traust með þessa meintu fyrirvara!

Hlálegir eru #1 hjal Gulla við hr. Miguel og #2 óútgefin reglugerð fr. Reykfjörð!

Eru það þó megin-fyrirvararnir!!!! 

Þetta (Op.3) samþykktu samt bæði stjórnarliðar, Samfó etc. ÓSÉÐ fyrir fram og fljótir að trúa því, að til staðar væru gildir fyrirvarar sem myndu halda!

Í þeirri kjánalegu trú segir svo Katrín forsætisskjáta að það sé "margt rangt á flugi í umræðu um þessi mál"!

* Þeir, sem trúa á Björn, ættu að lesa þessa hálfrar viku gömlu grein sem nú hefur fengið 87 læk: 

Björn Bjarnason vildi sjálfur að Ísland sækti um undanþágu frá fyrsta orkupakka ESB! -- og enn getum við leyst málið í sátt

Jón Valur Jensson, 28.5.2019 kl. 02:57

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hver ákveður misbeitinguna Þorateinn? Hafir þú svar við því, telst þú nokkuð góður. Löglærður, sýndu visku þína í orðum!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.5.2019 kl. 04:06

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hver ákveður misbeitinguna Þorsteinn átti þetta að vera. Þessir andskotans takkar með nánast engu millibili eru enn eitt varnarvirkið, sem stendur gömlum, en ekki steindauðum mönnum helst til þrifa. Ungdómurinn á svo auðvelt með þetta að gamli bara farinn að sofa....hrot.

Halldór Egill Guðnason, 28.5.2019 kl. 04:10

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ætli sé nokkuð annað að segja við "röksemdum" Jóns Vals, sem felast ávallt í persónulegum aðdróttunum og skítkasti, en aldrei í málefnalegum rökum, en hið fornkveðna: Margur heldur mig sig.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.5.2019 kl. 14:12

10 Smámynd: Baldinn

Þetta mál var í raun einfalt.  Við erum ekki partur af rafmagns markaði EU.  Þess vegna eiga ákvæði þessa samnings ekki við um okkur nema að litlu leiti. Ef lagður yrði sæstrengur að þá yrðum við hluti af þessum markaði.  Þess vegna var settur fyrirvari um að það þyrfti samþykki Alþingis fyrir þeim gjörningi.  Þetta vissu Miðflokksmenn en héldu samt áfram með sitt mál eins og kominn væri sæstrengur.  Þeir semsagt héldu uppi málþófi í marga daga byggða á ósannindum.

Svo fagna menn þessum mönnum sem þjóðhetjum.  Skiptir sannleikurinn ykkur engu máli frekar en þessum ...... þingmönnum Miðflokksins.

Haldið þið að þetta málþóf Miðflokjksins hafi verið út af föðurlands ást.  Það er einfeldni að trúa því.  Þeir eru að sækja atkvæði og þessum dónum er skít sama hverniog þau eru sótt.

Síðuhafi er fyrir löngu búinn að sanna það að honum er sama um sannæleikann og er í dag sem undanfarið aðal klappstýra Sigmundar Davíðs.

Kveðja Brynjar

Baldinn, 28.5.2019 kl. 15:57

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Engin viðhlítandi svör virðist Þorsteinn hafa á færi sínu við þessum spurningum:

Til hvers í ósköpunum ættum við að samþykkja þennan þriðja orkupakka? (Enginn verulegur hagur fyrir þjóð okkar virðist af því tiltæki !)

Af hverju þá þessi ofuráherzla, þegar margir vitrari en þú vara við honum?

Finnst þér í alvöru, að þingmenn eigi að taka ofuráhættu fyrir þjóð sína?

Jón Valur Jensson, 28.5.2019 kl. 16:20

12 Smámynd: Baldinn

Miðflokksmenn fórnuðu sannleikanum fyrir atkvæði. Það er ekkert hetjulegt við það.  Þeir þora ekki að segja okkur alveg strax rn munu eflaust hamast áfram í átt að takmarkinu sem er EES samningurinn.

Baldinn, 28.5.2019 kl. 18:17

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Baldinn" er einhver marklaus felukarl og ekkert skrifað á blogg hans.

"Baldinn" fer líka með fleipur þegar hann minnist á Miðflokksmenn í tengslum við EES-samninginn, því að þeir eru (ólíkt mér) allir fylgjandi þeim samningi, skv. þingræðum þeirra í gær.

Takið ekki mark á skrökvandi eða fáfróðum markleysingjum.

Jón Valur Jensson, 28.5.2019 kl. 19:34

14 Smámynd: Baldinn

Ég hef engan áhuga á að eyða orðum í þig JVJ.

Baldinn, 29.5.2019 kl. 09:42

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skrökvandi gervikarl hefur engin svör.

Jón Valur Jensson, 29.5.2019 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband