Helgi Pírati: frestum orkupakkanum

Helgi Pírati á alþingi í dag: ,,sagði að best væri að fresta umræðunni fram á haust," segir á RÚV sem venjulega er í nánu sambandi við hugarástand Pírata.

Þegar jafnvel Píratar eru farnir að fatta að 3. orkupakkinn er feigðarflan er ástæða til að spyrja sig hvað dvelur þingflokk sjálfstæðismanna?

3. orkupakkinn var samþykktur af ESB 2009, já fyrir tíu árum. Hvað liggur á að Ísland samþykki pakkann vorið 2019? Hvers vegna má ekki bíða til hausts?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Við trúum staðfastlega á kraftaverk, að orkupakkanum verði frestað til haustsins. Velkominn í hópinn Helgi Hrafn.

Benedikt Halldórsson, 24.5.2019 kl. 21:33

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þeir eru enn að Miðflokksmennirnir og Steingrímur J. er fyrir aftan þá ein og púkinn á fjóshaugnum!!

Sigurður I B Guðmundsson, 25.5.2019 kl. 06:56

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

......Og nú er rómurinn orðinn skuggalega djúpur! Hás á sínum bás. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2019 kl. 07:28

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og svo verður áfram árið 2019 i haust..... wink  Bæði Guðni Ágústsson og Styrmir Gunnarsson, sögðu það á útvarpi Sögu, að þeir væru SANNFÆRÐIR UM ÞAÐ að OP 3 yrði FRESTAÐ og í framhaldinu LOGNAST ÚT AF.  Skyldi spádómur þeirra vera að rætast?????????

Jóhann Elíasson, 25.5.2019 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband