Ný stjórnmál nýrra tíma - Austurvöllur á morgun kl. 14

Flokkakerfið, að Miðflokknum undanskildum, svarar ekki kalli þjóðarinnar um að forræði yfir náttúruauðlindum landsins skuli vera á Íslandi en ekki í Brussel.

Miðflokkurinn hefur einn staðið vaktina fyrir sameign þjóðarinnar á orkuauðlindinni.

Á morgun kl. 14 gefst okkur tækifæri að mæta á Austurvöll og mótmæla gerræði flokkakerfis sem ekki gengur í takt við hagsmuni þjóðarinnar.

Mætum á Austurvöll og leggjum drög að stjórnmálum nýrra tíma.


mbl.is Sendir Miðflokksmönnum baráttukveðjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Mætum á Austurvöll.

Það er svo margt sem er ekki í lagi í þessu samfélagi. 

Einu sinni var sjálfstæðisflokkurinn með umboðið fyrir málfrelsið - þannið séð. Einu sinni stóðu sjálfsstæðismenn vörð um frelsið og fullveldið. En eins og fæstir vita stendur hægri fyrir frelsi allra manna á jörðinni, gegn þrælahaldi og líka gegn hverskonar ritskoðun. En það allra besta við hægri sem bara elstu menn muna, er virðingin fyrir skoðunum annarra.

Margir prófa vinstri á unglingsárunum. En smátt og smátt rennur upp fyrir efnilegu hægri fólki, að hver einstaklingur er mistækur, og á alveg nóg með sig og sína, hvað þá að hann geti stýrt öðru fólki eins og foreldrar sem bera ábyrgð á velferð barna sinna.

Engin hefur yfirsýnina. Eina færa leiðin er að hver og einn beri ábyrgð á sjálfum sér. Ef það væri til handbók sem kenndi fólki góða hægri siði væri fyrsta reglan að setja sig í spor annarra án þess að reyna að "frelsa" fólk frá eigin ákvörðunum. Það ræður hvað það borðar eða hlustar á. Það er ekkert ósvipað og þegar foreldrar hætta að hafa áhyggjur af fullorðnum börnum sínum sem verða að læra af sínum eigin mistökum enda farinn að heiman. Við stjórnum ekki neyslu fullorðins fólks, hvorki andlegri né líkamlegri. Ekki vegna þess að við höfum ekki skoðanir hvað sé holt og gott og hvað sé skaðlegt og óhollt. Við erum bara of ófullkominn til að vita hvað öðrum er fyrir bestu. Sá skilningur er lykillin að hægri. 

Við neyðum ekki fólk ekki til að tileinka sér okkar gildismat. Það veldur miklum misskilningi en margir líta svo á að banna eigi alla óhollustu, líka erindi manns í Hörpu sem er sagður "ala á" einhverju slæmu sem er dæmigerð nálgun fólks sem telur sig alviturt og viti hvað mannkyninu er fyrir bestu. Komu umboðsmenn málfrelsis manninum til varnar? Nei. 

Sá sem telur sig vita hvað öðrum er yfir bestu og berst gegn málfrelsinu af því að það er svo óhollt er efnilegt einræðisherrafni. 

Hjá fólki sem vill framlengja barnæskuna fram a elliár snýst allt um hlýðni. Fullorðin börn verða að hlýða kjörforeldrum sínum. Mikil áhersla er lögð á samstöðu um leiðir með vitringum sem hafa tekið að sér að stjórna öðru fólki án þess að biðja um leyfi. 

Ég vil taka fram að margir góðir vinstrimenn er ALLS ekki góð einræðisherraefni. Pólitískur ágreiningur er smámál sem við getum haldið áfram að rífast um - seinna. 

Orkupakkinn er partur af vandanum. Við þurfum víst ekki að vita allt sem "foreldrar" okkar eru að bralla, þeirra er að finna bestu leiðina fyrir okkur. Skilaboðin er eins langt frá hægri og hugsast getur. 

Ég legg til að sjálfsstæðisflokkurinn skili inn umboðinu fyrir frelsi einstaklinga og ásamt málfrelsinu í leiðinni. 

Benedikt Halldórsson, 24.5.2019 kl. 14:44

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Auðvitað var það tilbreyting eftir langvarandi varnaræður einlægra Íslandsvina    Miðflokksins um að ríkið haldi forræði yfir auðlind sinni,að fá Utanríkisráðherra til svara spurninga. Óhætt er að segja að RÚV dregur taum ríkisstjórnarinnar í því máli. Utanríkisráðherra var illa undirbúin í byrjun,glotti flyssandi með andköfum . Upptekin í símanumn fyrr í kvöld sneri hann í pontu og nú fullur sjálfstraust með gamla trixið að skjóta rangfærslum að Sigmundi,sem mótmælti úr sal enda 1,mín til andsvars;ætli fréttastofan hafi reiknað með því,líklegt að við fáum að sjá Guðlaug nýta það á sinn hátt í kvöldfréttum og missum þá af flyssinu.  

Helga Kristjánsdóttir, 24.5.2019 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband