Miðflokkurinn er 50% þjóðarinnar, restin af alþingi 30%

Helmingur þjóðarinnar er andvígur 3. orkupakkanum, tæp 20% lýsa yfir hlutleysi og innan við þriðjungur er fylgjandi, segir nýleg könnun. Miðflokkurinn talar fyrir 50 prósent kjósenda á meðan aðrir flokkar samanlagt eru fulltrúar 30 prósent þjóðarinnar.

Þjóðin býr vel að eiga hauk í horni þar sem Miðflokkurinn er. Aftur er verra hve afgangsflokkarnir á alþingi eru illa úr takti við þjóðvarviljann.

Afgangsflokkarnir starfa í þágu djúpríkisins, embættismanna í Reykjavík og Brussel, sem telja sig vita hvað almenningi sé fyrir bestu. Á nýöld var annað nafn á djúpríkinu - það hét einveldi.

Almenningur, fyrst í Bandaríkjunum 1776 og síðar í Frakklandi, 1789, gerði uppreisn gegn einveldinu. Nútímalýðræði og mannréttindi verða til á vesturlöndum í beinu framhaldi.

Alþjóðavætt djúpríkið rænir almenning ávinningi bandarísku og frönsku byltinganna. Brexit og sigur Trump, hvorutveggja árið 2016, er áminning um að almenningur er búinn að fá nóg af djúpríkinu. 

Miðflokkurinn er í sögulegu hlutverki, þjóðarflokkur gegn djúpríkinu. 


mbl.is Met slegið í orkupakkaumræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Skyldi ríkisstjórnin halda að hér sé enn árið 2002 fyrir Stóra sannleika. Hún hagar sér þannig.

En það er því miður of oft þannig að margir stjórnmálamenn fatta hlutina síðastir allra.

ESB og norska ríkisstjórnin í Ósló er að setja ríkisstjórn Íslands til hliðar, eins og bankamenn settu hana til hliðar fyrir hrun.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 24.5.2019 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband