Miðflokkurinn stækkar, XD verður smáflokkur

Miðflokkurinn er málafylgjuflokkur fullveldis þjóðarinnar og eflist. Einu sinni var Sjálfstæðisflokknum treystandi að hafa dómgreindina í lagi og standa undir nafni. Ekki lengur.

Styrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins og sjálfstæðismaður í 70 ár skrifar:

Afleiðing þess, sem nú er að gerast á Alþingi er að stórir hópar stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins treysta núverandi þingmönnum ekki lengur.

Það er alvarlegt.

Bernsk forysta XD gerir Sjálfstæðisflokkinn að smáflokki á 90 ára afmælinu.


mbl.is Enginn bilbugur á Ólafi og félögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það verður þá væntanlega boðið upp á smákökur og einn óeinangraðan á meðan Bjarni flytur "raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál ESB" ræðuna.

Var að slá á þetta. Það voru 52 prósent eftir af Sjálfstæðisflokknum í kosningunum 2017 og 31 prósent eftir af Framsóknarflokknum, miðað við hámark þeirra 1933 og 1931. Erfiðara að reikna út eftirstöðvarnar í VG.

Þetta hefst.

Kannski eru ekki nema þrjár afboragnir eftir og flokkarnir þá loksins lausir við kjósendur.

Gunnar Rögnvaldsson, 23.5.2019 kl. 16:29

2 Smámynd: Hörður Þormar

Nú er rætt um að Bjarni Benediktsson sé að fara út úr pólitíkinni. Hver tekur þá við sem formaður Sjálfstæðisflokksins?

Satt að segja kem ég ekki auga á neinn annan en Sigríði Andersen sem ég treysti til þess.

Hörður Þormar, 24.5.2019 kl. 00:10

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þegar konur koma saman finnst þeim gaman að vera sammála hvor annarri. Karlar aftur á móti þrífast betur í hverskonar keppni og skemmtilegum "ildeilum". Þannig var það í mínu ungdæmi. Það æfði menn í að tjá sig og taka ekki mótlæti persónulega, hvað þá að túlka það sem hatursáróður.

Svo lengi sem elstu menn muna vilja karlar sofa hjá konum. Við af búmmkynslóðinni nutum þeirra forréttinda að nánast engir karlar urðu útundan. Hver árgangur var fjölmennari en sá á undan. Það þýddi að það voru fleiri 18 ára konur en 20 ára menn. Það þýddi líka að sumir karlar urðu hrokafull karlrembusvín og konur áttu til að vera of undirgefnar til að eiga séns í skástu mennina. 

Með tilkomu pillunar breyttist staðan. Það fæðast fleiri drengir en stúlkur. Hvað veldur? Félagsmótun í móðurkviði?

Þetta ójafnrétti náttúrunnar þýðir að þegar allar konur sem vilja, eru búnar að finna sér varanlegan bólfélaga, að stór hjörð af ungum gröðum körlum verða útundan og samþykkja allt sem konurnar segja en þær aftur á móti samþykkja allt sem aðrar konur segja. Þannig breiðast út ranghugmyndir og hystería.

Þetta ójafnvægi þýðir að karlar sem ekki gefast upp leggja margfalt meira á sig en búmmkarlarnir, ekki bara í vinnu og námi. Nú er ekki nóg að vinna, vinna og vinna. "Allir" reyna þeir að "slá í gegn" á sinn hátt, eins og víkingar forðum daga á sinn hátt, en kvenmannsleysið hrakti þá út á haf. Þeir vildu frekar deyja í bardaga en að fá ekki að sofa hjá. Ef það væri ekki þannig væri ekkert mannkyn.  

Nú eru karlar eftir tíðarandanum, eins og alltaf. En því miður þora þeir ekki að hafa skoðanir. Þeir berjast upp á "líf og dauða" um þær örfáu konum sem eru á lausu og segja hvað sem er til að fæla þær ekki frá.

Ef karl styggir eina konu frá með röngum "skoðunum" er hætta á að hann fæli aðrar konur líka og heilu hjarðirnar af ósjálfstæðum körlum sem óttast sömu örlög og vilja ekki sjást í vondum félagsskap.

Við búmmkarlar höfum fátt framyfir hina ungu og hæfileikaríku karla. En við fengum þó að hafa skoðanir okkar í friði. Við óttuðumst ekki að missa af hlýju hjónasængurinnar en það er jú sú sæng sem allir menn sækjast eftir. Hún er tilgangur lífsins.

Það breytir engu þótt stefnan sé tekin á Helvíti, svo framalega sem menn sjá sína sæng útbreidda hlakkar mönnum til ferðarinnar.

Orkupakkinn hefur ekkert að gera með nokkur þau gildi sem Sjálfsstæðisflokkurinn stendur fyrir. Orkupakkinn er partur af hyllilegu bákni sem mun bara stækka þar til það kæfir okkur endanlega - seinna.

Benedikt Halldórsson, 24.5.2019 kl. 02:25

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hve oft hefur maður ekki tekið þátt í umræðum um ef Ísalnd yrði nú hertekið,? Stjórnmálamenn okkar sáu okkur fyrir vörnum eftir War.11 lið frá BNA. Varnarlið þeirra máttu sig varla hreyfa,fengu bæjarleyfi eini sinni í viku báru ekki byssur nokkuð ólíkt þeim erlendu sem dvelja hér í dag.- Þeim sem ofbeldis,samfélög ryðja inn hömlulaust í einhverri fáranlegri lausn á vanda þeirra og er liður í yfirgangi sambands ESB.-- Benedikt þetta átti að rýma við þín færslu,var á leið að spyrja þig hvað er búmmkarl? En fór út af brutinni,enda Miðflokkurinn að brillera.  

Helga Kristjánsdóttir, 24.5.2019 kl. 05:26

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sonur minn sagði að mín kynslóð væri sú versta, soldið til í því, eftirlit og afskiptasemi í lágmarki. Það voru mörg börn á hverju heimili. En við máttum  segja skoðun okkar.  Búmmið var frá lokum seinna stríðs en það fór að draga úr barnsfæðingum um 1962.

Benedikt Halldórsson, 24.5.2019 kl. 07:45

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Búmm

https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__Faeddirdanir__Faeddir__faedingar/MAN05100.px/chart/chartViewLine/?rxid=e58b0736-f5db-43c7-84cf-2cd8731f654b

Benedikt Halldórsson, 24.5.2019 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband