Gulli og Áslaug kaupa orkupakkarök

Pólitísku rökin fyrir innleiðingu 3. orkupakka ESB eru aðkeypt þjónusta. Gulli utanríkis neitar að gefa upp hve hátt gjald Carl Baudenbacher tekur fyrir afskipti af íslenskum innanríkismálum.

Áslaug Arna formaður utanríkisnefndar alþingis notar rök Baudenbacher sem uppistöðu í þeirri kenningu að ESS-samningurinn sé í hættu ef orkupakkinn verður ekki innleiddur í íslensk lög.

Staðan er sem sagt þessi: forysta Sjálfstæðisflokksins kaupir pólitísk rök frá útlendingi um mikilsvert málefni er varðar fullveldi þjóðarinnar. Allur þingflokkur sjálfstæðismanna þegir þunnu hljóði og samþykkir ráðslagið. Ekki er Valhöll rismikil þessi misserin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er ákaflega einkennilegt tal:

1. "... neitar að gefa upp ...": Lygi. Í frétt RÚV segir að endanlegur reikningur hafi ekki enn borist. ekki að neitað hafi verið að gefa kostnaðinn upp.

2. "... fyrir afskipti af íslenskum innanríkismálum ...": Lygi: Baudenbacher var fenginn til að gefa álit á málinu, ekki til að "skipta sér af" íslenskum innanríkismálum.

3. "... kaupir pólitísk rök ...": Lygi: Maðurinn er fenginn til að leggja mat á þetta vegna þekkingar sinnar á evrópurétti og reynslu af evrópskri pólitík.

Ég legg til að síðuhafi leiti sér að vinnu á Stundinni. Þar væri hann í réttum félagsskap, enda vita allir að þar er heiðarleg og vönduð fréttamennska í hávegum höfð.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.5.2019 kl. 09:45

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála Páli.

Í Marokkó gerði Gulli samning um valdaafsal í 34 blaðsíðna, 16 þúsund orða samningi þar sem 112 sinnum er minnst á rétt innflytjanda. Í þessu valdaafsalaði voru víst gerðir einhverjir fyrirvarar. Hvaða fyrirvarar voru það. Samningurinn er ekki bindandi ef þjóðin er á móti honum. Já, eftir orkapakkamálið við vitum alveg hvar þjóðin stendur í þeim efnum. 

Benedikt Halldórsson, 17.5.2019 kl. 11:54

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með Páli og Benedikt. 

Af hverju dregst það að fá reikning hins aðkeypta Baudenbachers --- á að draga birtingu hans fram yfir endanlega afgreiðslu Alþingis á orkupakkanum, Þorsteinn? Já, ég spyr þig, því að þú ert svo inn undir hjá Valhallarliðinu, þér ættu að vera hæg heimatökin að komast að þessu fyrir okkur hina!

Pólitískt var mat Baudenbachers í flestu því "sem upp úr stóð" hjá honum, öllu því sem Gulli og stelpurnar hans Bjarna telja koma sér að notum, en í raun voru þetta fyrst og fremst vangaveltur sem nota mátti til HÓTANA gegn íslenzkri þjóð, en kostaðar af Gulla, nei, auðvitað ríkiskassanum, okkur sjálfum!!!

En það þýðir lítið að þjarka í Þorsteini, hann kann ekki að skammast sín upp á síðkastið og sízt af öllu fyrir flaður sitt upp um þá sem stefna að því markvisst og hörðum höndum að koma Sjálfstæðisflokknum niður í 3%.

Jón Valur Jensson, 18.5.2019 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband