Þriðjudagur, 14. maí 2019
Áslaug Arna bregst hlutverki sínu
Þriðji orkupakkinn er hvergi nærri fullræddur þegar Áslaug Arna tekur málið úr nefnd til að fá það samþykkt með hraði.
Meðal þess sem ekki hefur verið rætt er orkusamband ESB, sem 3. orkupakkinn er hluti af. Ný skýrsla ESB liggur fyrir um orkusambandið, dagsett 9. apríl 2019. Áhrif orkusambands ESB á Ísland hafa ekki verið rædd vegna þess að Áslaug Arna og félagar hennar keppast við að gera orkupakkann að smámáli.
Í umsögn Samtaka iðnaðarins kemur fram ótti um áhrif næsta orkupakka ESB, s.k. ,,vetrarpakka". Engin umræða hefur farið fram um þann pakka, sem er þó handan við hornið. Ekki heldur er umræða um hvort samþykkt 3. orkupakkans feli í sér að við þurfum einnig að taka við þeim fjórða, - vetrarpakkanum.
Ekkert liggur á að samþykkja 3. orkupakkann. Hraðmeðferð Áslaugar Örnu og stjórnarmeirihlutans sýnir að yfirvöld óttast umræðuna. Það er ekki vel gott þegar stjórnvöld eru á flótta frá umbjóðendum sínum.
Ekki verið að keyra málið í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.