Mánudagur, 13. maí 2019
3OP: flótti frá umræðunni - hættulegur leikur
Orkupakkafólkið á þingi og í ríkisstjórn vill flýja umræðuna og ljúka samþykkt 3. orkupakkans með hraði.
Hraðferðin er hættuleg. Almenningur fær á tilfinninguna að flóttinn sé til marks um að stjórnvöld vilji kæfa umræðu sem er þeim óhagfelld og láta kjósendur standa frammi fyrir orðnum hlut.
Fylgjendur 3. orkupakkans þreytast ekki á því að segja pakkann smámál. Spurningin vaknar: hvers vegna má ekki fresta smámálinu?
Málsmeðferðin með öllu óboðleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.