Þriðjudagur, 7. maí 2019
Áslaug, smámálið þitt er stórt, stærra en flokkurinn
Áslaug Arna og forysta Sjálfstæðisflokksins reyndi að selja þjóðinni þriðja orkupakka ESB sem smámál - sem tæki vart að ræða.
Það átti að læða orkupakkanum í gegnum þingið án umræðu undir þeim formerkjum að yfirvöld vissu betur en almenningur hvað þjóðinni væri fyrir bestu.
Áslaug Arna og forysta Sjálfstæðisflokksins eru óðum að átta sig á að smámálið þeirra vekur upp pólitíska umræðu um fullveldi þjóðarinnar yfir mikilvægri náttúruauðlind.
Umræðan fer fyrst og fremst fram á bloggi og samfélagsmiðlum, en þar er orðið frjálst.
Það er ódýrt af Áslaugu Örnu að gera ,,fjárhagslegt bakland" andstæðinga orkupakkans að meginatriði.
Auðmenn sem ætla að græða á orkusölu um sæstreng eru í liði Áslaugar Örnu; djúpríki embættismanna sömuleiðis.
Almenningur er aftur á móti orkupakkanum.
Mikið fjárhagslegt bakland andstæðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki bara gott mál? Trumpistar, popúlistar og aðrir bergþursar yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn og finna sig heimakomna innan Miðflokksins. Eftir situr frjálslynt og víðsýnt fólk innan Sjálfstæðisflokksins með heilbrigða hugsun. Held að þessi hreinsun úr XD sé löngu tímabær.
Sannleikurinn, 7.5.2019 kl. 16:17
Fólk tekur allskonar ákvarðanir sem reynast vel án þess að BA ritgerðir liggi að baki. Við "skynjum" lygar og blekkingar og treystum og vantreystum fólki eftir atvikum. "Skynjunin" er ekki óbrigðul en þegar meirihluti kjósenda finnur fyrir sama efa, verða stjórnvöld að virða hann. Fólk með sjálfsvirðingu þorir að segja nei takk.
Það eykur ekki á bjartsýni að stjórnvöld munu ekki standa í lappirnar gagnvart "æðri" mætti út í heimi þegar þau ráða ekki einu sinni við RÚV, sem átti að vera lókal útvarp allra landsmanna en er áróðursmiðill klíku sem engin ræður við.
Benedikt Halldórsson, 7.5.2019 kl. 17:03
Sitthvað dúkkar upp hér á blogginu. Í vor var það Réttsýnin, og nú Sannleikurinn sem er aðeins til í eintölu, og því eru allar útgáfur af honum ósannindi.
Ætli Sannleikann sé að finna í Sjálfstæðisflokknum ?
Valur Arnarson, 7.5.2019 kl. 17:08
Samtökin Orkan okkar reiða sig á frjáls framlög frá stuðningsfólki til þess að koma málstaðnum sem best á framfæri. Samtökin nota framlögin til að kosta vefsíðu, opna fundi, gerð kynningarefnis og birtingu auglýsinga. Þeir sem vilja styrkja baráttuna með fjárframlagi geta lagt inn á bankareikning samtakanna:
OrkanOkkar.is
Júlíus Valsson, 7.5.2019 kl. 19:43
Áslaug Arna talar um "fjárhagslegt bakland" Orkunnar okkar.
En hvað með fjárhagslegt bakland Sjálfstæðisflokksins?
Guðmundur Ásgeirsson, 7.5.2019 kl. 20:48
Þetta mál er orðið sjálfsmorð sjálfstæðinsflokksins í slow motion. Bjarni er búinn að spandera allri pólitiskri velvild sinni í þetta mál og verður varla tækur á lista í næstu kosningum nema að menn séu einbeittir í að þurrka flokkinn út.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.5.2019 kl. 03:56
Nei þetta er ekki sjálfsmorð XD. Jú flokkurinn verður minni en losnar í leiðinni við íhaldssama afturhaldsseggi og trumpista sem er bara mjög gott mál. Trumpistar, popúlistar og útvarp-Sögu-týpur geta fundið sér farveg hjá Miðflokknum með sínar skoðanir. Fyrir vikið verða miklu skýrari línur í pólítík á Íslandi. Sjálfsstæðisflokkurinn með 20% fylgi er flottur flokkur frjálslyndra og alþjóðlegra hugsanna. Gott mál og löngu tímabært.
Sannleikurinn, 8.5.2019 kl. 07:50
Þetta er sennilega alveg rétt hjá Sannleikanum. Þá geta frjálslyndir og alþjóðlegir hugsuðir haldið áfram að mæta á Landsfund, þar sem sitthvað er ákveðið en svo allt annað framkvæmt.
Valur Arnarson, 8.5.2019 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.