Þriðjudagur, 7. maí 2019
Neyðarfíkn vinstrimanna: frá fjölmenningu til helfarar náttúrunnar
Fíkn í neyð er faðirvor vinstrimanna allt frá 19. öld. Þegar tækniframfarir og kapítalismi bættu lífskjörin, fyrst á vesturlöndum en síðar í öðrum heimshlutum, fóru vinstrimenn hamförum í leit að nýrri neyð til að velta sér upp úr.
Síðustu áratugi er það neyð framandi menningarheima, t.d. íslam, sem vinstrimenn vildu mæta með fjölmenningu annars vegar, stórfelldum innflutningi á múslímum til vesturlanda; hins vegar með árásum á fullvalda ríki í miðausturlöndum - Írak, Líbýu og Sýrland. Verkefnið var byggt á þeim tvöfalda misskilningi að múslímar vilji láta bjarga sér úr neyð og að vestrænt samfélag þoli ágenga trúarmenningu í bakgarði sínum.
Eftir Brexit og Trump-sigurinn, hvorttveggja árið 2016, þar sem almenningur afþakkaði fjölmenningu, settu vinstrimenn sig í yfirgír við að boða nýja neyð. Loftslag og náttúra eru nýja neyðarfíknin.
Neyð kallar á yfirvald, stóra-bróður, sem veit hvað fáráðlingunum (almenning) er fyrir bestu. Vinstrimenn eru í innbyrðis uppgjöri við gömlu neyðina til að rýma fyrir þeirri nýju. Ein orusta í stríðinu er niðursöllun vinstriútgáfunnar New Republic á gamaldags vinstrihugsun Adam Gopnik: ,,Loftslagsváin sýnir hve ófullnægjandi gamaldags frjálslyndi er með sínum hægfara smáskammtalækningum."
Vinstrimönnum er ekki nóg að setja loftslagið á válista, náttúran öll er á helvegi, eins og vinstri græni umhverfisráðherrann kynnir fyrir hönd háborgarinnar, Sameinuðu þjóðanna.
Nýjar rannsóknir gefa til kynna að venjuleg fíkn, s.s. í tóbak, áfengi eða eiturlyf, er félagsleg fremur en líffræðileg. Menn eru sem sagt ekki fæddir alkar heldur gefa þeir sig á vald vonds félagsskapar - og vondra hugmynda.
Vinstripólitík, í það stóra og heila, er vondur félagsskapur og enn verri hugmyndafræði; finnur neyð þar sem engin er.
Mjög alvarleg mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.