Sunnudagur, 5. maí 2019
Ský, vísindi, loftslag - og hörmungar
Á hverjum tíma eru 70 prósent jarðarinnar í skugga skýja. Skýjafar er óútreiknanlegt og er ein meginástæðan fyrir því að spár um þróun loftslags á jörðinni eru óáreiðanlegar.
Í skjóli óvissunnar eru búnar til hörmungar um eyðingu jarðarinnar af mannavöldum.
En, sem sagt, jörðin er ekki manngerð og veðurfarið ekki heldur. Við verðum að sætta okkur við að veðrið og loftslagið er óútreiknanlegt.
Sólin ýtir hitanum upp sunnanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já einmitt.
Og þess utan þá er ekki enn fyllilega vitað af hverju ský verða til. Hvað er það sem gerir það að verkum að fyrstu öreindir skýja verða til og sem svo mynda ský og skýjafar. Sumir segja að helstu áhrif skýjamyndunar komi utan frá þ.e. úr hinum stóra geimi og þar á meðal frá sólinni.
Þetta hugarfarslega CAD/CAM suð úr hæpnum líkönum svo kallaðra vísindamanna er farið að verða ansi þreytandi. En CAD/CAM átti að gerbylta öllu á níunda áratug síðustu aldar, en gerði það svo auðvitað ekki. Þess utan eru bara hugbúnaðarvillurnar í hugbúnaðinum sem notaður er svo miklar, að það eitt er stórt vandamál sem ekki er hægt að leysa með núverandi tækni. Þess vegna eru tölvunarkerfin svona hrikalega óörugg, óáreiðanleg og stanslaust innlögð á sjúkrahús.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 5.5.2019 kl. 10:28
Sífellt kaldara veðurfar síðustu þrjá áratugi
Síðustu þrjá áratugi hefur þróun veðurfarsins í gufuhvolfi Jarðar verið þannig —já, veðrið er víst staðsett þar, en ekki í hausnum á fólki— að vísindamenn velta fyrir sér hvort að ný ísöld sé í smíðum hér á Jörðinni. Flökt veðurfarsins hefur verið þannig
Þykknun hafíss við Ísland er staðreynd sem enginn vísindamaður getur litið framhjá. Vísbendingar um þessa skuggalegu þróun má sjá víða, til dæmis á flótta dýrategunda suður á bóginn:
"The trend shows no indication of reversing. Climatological Cassandras are becoming increasingly apprehensive, for the weather aberrations they are studying may be the harbinger of another ice age [..] Telltale signs are everywhere—from the unexpected persistence and thickness of pack ice in the waters around Iceland to the southward migration of a warmth-loving creature like the armadillo from the Midwest. Since the 1940s the mean global temperature has dropped about 2.7° F"
Hitastig hefur fallið um 1,5 gráðu frá 1940. Þess ber þó að geta að sú mæling er ei nákvæm, en þróunin er studd af fjölda annarra sannfærandi gagna
Hrikalegir þurrkar í Afríku í samfellt sex ár og hungursneyðar sem afleiðingar, tala sínu máli. Stórfelldar metrigningar í hlutum Bandaríkjanna, Pakistan og Japan 1972 ullu þar verstu flóðum öldum saman. Í hveitibelti Kanada hafa köld og úrkomusöm vor valdið afar lélegri uppskeru. Hið venjulega vætusama Bretland hefur hins vegar mátt þola óvenjulega þurrkakafla síðustu vorin. Og röð óvenjulega kaldra vetra hefur verið í austustu hlutum Bandaríkjanna
Jörð í Afríku?
Þá vitum við það. Ný ísöld er að koma. Hvernig ætla stjórnvöld að bregðast við þessu? Umhverfið er greinilega að umhverfast. Vonandi umhverfist fólk ekki með því. Verða það kannski fjölmiðlar einir sem grípa hér í taumana?
Fréttin er nýleg í veðursögunni og vísindi eru jú vísindi. Menn verða að muna það
Heimild: Frétt tímaritsins Time
Gunnar Rögnvaldsson, 5.5.2019 kl. 11:14
Ah, gleymdi að setja inn dagsetningu vísindanna á Time:
Monday, June 24, 1974
Gunnar Rögnvaldsson, 5.5.2019 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.