Viðskiptaráð stundar áróður, gerir mönnum upp skoðanir

Viðskiptaráð hefur ekki eina einustu heimild fyrir því að EES-samningurinn komist í uppnám ef Ísland afþakkar 3. orkupakkann. Samt segir ráðið í umsögn: ,,að óviss­an við það að neita samþykkt sé mik­il og að í raun breyti orkupakk­inn sára­litlu."

Það liggur fyrir að neiti Ísland 3. orkupakkanum fer málið í ferli skv. EES-samningnum. Í því ferli verður spurt hvort hlutlægar aðstæður mæli með innleiðingu orkupakkans. Augljóst er að aðstæður hér á landi - við erum ótengd orkuneti ESB - mæla ekki með innleiðingu.

Fyrir hagsmuni ESB breytir engu hvort Ísland innleiði 3. orkupakkann eða ekki. Nema, auðvitað, að það sé ætlun ESB að komast yfir íslenska raforku. Málsmeðferðin í EES myndi leiða það í ljós hvort ESB er á höttunum eftir ódýrri íslenskri raforku.

Viðskiptaráð gerir andstæðingum 3. orkupakkans upp skoðanir, sem er nýlunda í málflutningi ráðsins.  

Þeir sem styðja innleiðingu 3. orkupakkans eru í sömu sporum og þeir sem studdu Icsave-lögin. Málflutningurinn er líka svipaður; Ísland hlýtur verra af standi þjóðin á móti kröfum um að landið gangist undir útlendar skuldbindingar.

Engin þjóð tapar á því að standa á rétti sínum. Forsenda fyrir blómlegu mannlífi á Íslandi er að við stjórnum alfarið náttúruauðlindum okkar. 


mbl.is Höfnun hafi alvarlegar afleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Akkurat.

Benedikt Halldórsson, 4.5.2019 kl. 20:50

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Punktar.

Sæstreng fylgja óhjákvæmilega nýjar virkjanir og háspennulínur sem gætu haft áhrif á ferðamenn sem koma til Íslands.

Landsvirkjun gerir ráð fyrir að reisa þurfi 2-3 nýjar miðlungsstórar eða minni vatnsafls- eða jarðvarmastöðvar fyrir sæstreng með um 200 MW af afli.

Uppbygging nýrrar vindorku gæti numið 400 MW.

Myndi raforkuverð til heimila hækka? Raforkuverð myndi líklega hækka...

Raforkuverð til heimila á köldum svæðum mun líklega hækka....

Hefði sæstrengur áhrif á raforkuverð til smærri iðnfyrirtækja á Íslandi? Raforkuverð myndi líklega hækka.

Hvaða áhrif myndi sæstrengur hafa á hálendi Íslands? Þyrfti t.d. háspennulínu yfir Sprengisand? Háspennulína yfir Sprengisand er heldur ekki nauðsynleg því mögulegt er að byggja upp flutningskerfið með öðrum hætti. Það er val Íslendinga hvernig hálendið er nýtt...

Já, einmitt, val Íslendinga er yfirleitt er bara að þvælast fyrir framsýnum mönnum sem vita betur.

Þyrfti að leggja nýjar háspennulínur á Íslandi vegna sæstrengs? Þyrfti að leggja línur yfir Sprengisand? Samkvæmt athugunum þarf að styrkja flutningskerfið á Íslandi ef sæstrengur verður lagður og nýjar háspennulínur eru hluti af þeirri styrkingu. Líklegasti landtökustaður sæstrengs er á Austfjörðum og því þyrfti að styrkja eina af eftirtöldum leiðum í raforkukerfinu: austurvæng byggðalínu (Sigalda-Fljótsdalur), vesturvæng byggðalínu (Brennimelur-Fljótsdalur) eða hálendislínu (Langalda að Fljótsdal).

Svo kemur enn og aftur að vali Íslendinga. Þegar við stöndum frami fyrir framsýnum framkvæmdamönnum draga þeir bara nýjar kanínur upp úr pípuhatti. Auðvitað verður hálendislína lögð undir gott málefni þvers og kruss um landið.

Vert er að hnykkja á að verkefnið krefst þess ekki að hálendislína verði lögð. Sæstrengurinn mun draga úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda í heiminum og verður þar með mikilvægt framlag í baráttunni gegn loftlagsbreytingum

Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. Kostnaður við uppsetningu slíks strengs er metinn um 800 milljarðar króna. Það er um 72 Vaðlaheiðargöng. https://www.visir.is/g/2016160719738

Tilefnið var  blessuð umframorkan en sæstrengur kostar 72 Vaðalaðaheiðagöng. Engu máli skiptir hver borgar sæstrengi með 72 Vaðlaheiðargöngum. Fjárfestingin þarf að bera sig. Það þarf að virkja allt sem hægt er að virkja og landið verður útatað í vindmyllum.

Benedikt Halldórsson, 4.5.2019 kl. 21:21

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Benedikt!

Jón Valur Jensson, 4.5.2019 kl. 22:12

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk Jón Valur.

Sá sem blekkir, tjáir sig á annan hátt en sá sem segir satt. Lygarinn kemur oft upp um sig með því að tala um "veilurnar" um leið og umræða hefst - til að "eyða" þeim, en sá heiðarlegi segir einfaldlega það sem hann telur sannast hverju sinni og gerir aðeins það sem hann telur réttast. Ef aðrir benda á veilur sem hann sá ekki fyrir, á hann engin tilbúinn svör, hvað þá að hann geri lítið úr mönnum sem bentu á veilurnar og kalli þá allskonar ónöfnum.

Benedikt Halldórsson, 4.5.2019 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband