Þriðjudagur, 30. apríl 2019
Ný breiðfylking í íslenskum stjórnmálum
Til skamms tíma gátu ESB-sinnar treyst því að ASÍ spilaði með og styddi með ráðum og dáð að Ísland yrði ESB-ríki. Ekki lengur. ASÍ leggst gegn orkupakkanum:
Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu launafólks.
Umræðan um orkupakkann riðlar íslenskum stjórnmálum. Breiðfylking frá hægri til vinstri er andsnúin innleiðingu ESB-réttar inn í íslensk raforkumál. Jón Baldvin úr Alþýðuflokki/Samfylkingu, Styrmir úr Sjálfstæðisflokki, Hjörleifur úr Vinstri grænum, Frosti úr Framsókn, Inga úr Flokki fólksins og Miðflokkurinn eins og hann leggur sig.
Á móti breiðfylkingunni standa þingflokkar stjórnarinnar ásamt Samfylkingu og Viðreisn.
Breiðfylkingin nýtur víðtæks stuðnings í þjóðfélaginu. Orkupakkinn snýst um yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum. Þeir sem ekki skilja hve djúpt það ristir að óttast óafturkræft framsal á forræði yfir lífsnauðsynlegum auðlindum, - tja, þeir skilja ekki pólitík.
Vill að Katrín aðstoði Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn og aftur ertu með kjarna málsins Páll.
"Breiðfylkingin nýtur víðtæks stuðnings í þjóðfélaginu. Orkupakkinn snýst um yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum. Þeir sem ekki skilja hve djúpt það ristir að óttast óafturkræft framsal á forræði yfir lífsnauðsynlegum auðlindum, - tja, þeir skilja ekki pólitík.".
Það er eins og þú sért farinn að tala tungum.
Megi það tungutak fylgja þér áfram þegar land og þjóð er undir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.4.2019 kl. 17:11
O3 veldur straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Einugnis til hins betra.
Júlíus Valsson, 30.4.2019 kl. 17:18
Þú gleymir Pírötum Páll. Þeir eru líka fylgjandi markaðsvæðingu orkunnar. Alveg eins og Villi í Samfó.
Valur Arnarson, 30.4.2019 kl. 17:20
Að horfa á þessa öflugu krafta Okkar orka,leysast úr læðingi er dýrðin ein.
Þeir horfa ekki aðgerðarlausir á græðgina grufla í eigum okkar.
Ef þetta er ekki mannúð hvaða hugtak er þá sú sem þeir flytja inn fyrir ríflega borgun?
Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2019 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.