Sunnudagur, 28. apríl 2019
Sjálfstæðisflokkurinn, orkupakkinn og hælisleitendur
Orkupakkinn er stærra mál en tæknileg útfærsla á EES-samningnum. Umræðan um orkupakkann er í einn stað um tengsl Íslands við umheiminn og hvað hve miklu leyti þau eiga að vera á okkar forsendum eða útlendra hagsmuna.
Í annan stað er orkupakkaumræðan um hvernig við viljum haga málum innanlands.
Ragnar Önundarson skrifar:
Við eigum ekki að fórna náttúru landsins, menningu og tungu á altari evrópsks kapítalisma. Ísland á ekki að verða sumarbústaðaland evrópskra auðmanna.
Björn Bjarnason ræðir sérstaklega uppákomuna á fundi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þar sem hælisleitendur reyndu að taka orkupakkaumræðuna í gíslingu, og nutu innlendrar aðstoðar:
- Það er nýmæli að íslenskir stjórnmálamenn geti ekki haldið opinbera fundi án þess að þeir, fundarstjóri og fundarmenn standi frammi fyrir uppákomu sem þessari...
[...] - ...vekur spurningar um hvort andstæðingar Sjálfstæðisflokksins ætli að beita hælisleitendum fyrir stríðsvagn sinn gegn flokknum. Sé svo er hér ekki um smámál að ræða.
Bæði í málefnum hælisleitanda og í orkupakkamálinu hefur Sjálfstæðisflokkur látið andstæðingana teyma sig frá sjónarmiðum þorra kjósenda sinna. Forystan tók upp opingáttarstefnu Pírata og vinstrimanna í málefnum hælisleitenda. Helstu stuðningsmenn ráðherra Sjálfstæðisflokksins í orkupakkaumræðunni eru Samfylking og Viðreisn, einu ESB-flokkar landsins.
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður vorið 1929 úr tveim flokkum, Íhaldsflokknum og Frjálslynda flokknum. Það vill gleymast að Íhaldsflokkurinn var mun stærri. Frjálslyndi flokkurinn var smáflokkur, líkt og Viðreisn núna.
Forysta og ráðherralið Sjálfstæðisflokksins kastar frá sér vopnum sínum með fylgisspekt við pólitík í andstöðu við sjálfstæðismenn.
Upphlaup á fundi Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kaplatalismi er uppspreytta auðsins (að mínu mati). Danmörk og Svíþjóð eru kapítalísk ríki en með háa skatta og mikla samneyslu.
En það eru takmörk. Það er þjóðarinnar að ákveða að setja sameign sína á markað. Um það þarf að vera pólitísk sátt / málamiðlun sem flestir geta sætt sig við. Það eru mörg sjónarmið í einu landi.
En við erum ekki lengur spurð. Góð einræðisherraefni vita hvað okkur er fyrir bestu. Við erum neydd til að taka við "hælisleitendum" sem eru peð í valdabaráttu þeirra sem vilja leggja niður landamæri að þjóðinni forspurðri. Orkapakkinn er ekki sjálfstætt peð á taflborðinu.
Ef það á að "selja" fullveldið og sjálfsákvörðunarrétt okkar þarf fyrst að spyrja "eigandann" hvort hann sé til sölu. Erum við til sölu? Viljum við leggja niður landamærin okkar og 200 mílna hafsögu, með þeim rökum að engin mannvera sé ólögleg? Við erum ekki spurð.
Það er ekki fasteignasalans að ákveða að nú skulir þú selja íbúðina þína, með þeim rökum að markaðshagkerfi sé svo gott! Það er ekki heldur á valdi "mannúðarsamtaka" sem eru líka partur af skákinni um heimsyfirráð, að neyða okkur til að taka við "hælisleitendum" með "tilfinningarökum" valdasjúkra nauðungarsölumanna.
Benedikt Halldórsson, 28.4.2019 kl. 16:46
"Andinn" í heiminum er ekki góður. Öll vötn renna til Dýrafjarðar. Það stefnir í alheimsríki án landamæra, fjarlægs ofurvalds klikkhausa sem vilja leggja niður þjóðir heimsins! Mikilmennskubrjálæðingar lætur ekki gera skoðanakönnun fyrst til að kanna viðhorf annarra.
Fyrir seinna stríð óttuðust menn að Hitler kæmi á "No border" heimi með innrásarherjum, skriðdrekum, áróðri og Wagner. Nú hafa "ofurmennin" skipt algjörlega um gír og gera "innrás" með "tilfinningarökum". Gera eðlilega dómgreind og fullkomlega eðlilega væntumþykju til þjóðar sinar og fullveldis, að mannvonsku, rasisma og heimsku, allt frá hræðslu við útlendinga til nasisma dauðans. Áróðurinn flytur fjöll og fer létt með að leggja niður landamærin og 200 mílna landhelgi. Það stefnir í það - Imagine.
En niðurstaðan er eftir sem áður sú sama. Það breytir engu þótt John Lennon sé spilaður undir í yfirtökunni, sem nota bene, er líka uppáhaldslag einræðisherra sem þola ekki landamæri, fullveldi, Ísrael, kristni og neikvæða kjósendur.
Benedikt Halldórsson, 28.4.2019 kl. 17:22
Páll Góð grein og ekki síður athugasemdir Benedikts. Það er einhver fj að fara úrskeiðis í stjórnun landsins.
Valdimar Samúelsson, 28.4.2019 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.