Hrunið, siðferðið, orkupakkinn og Sigurður Ingi

Eftir hrun voru settar fram ýmsar hugmyndir að fénýta gæði lands og þjóðar. Á alþingi voru ræddar hugmyndir um að selja íslenskan ríkisborgararétt og leyfa spilavíti. Einnig komu fram tillögur að selja rafmang til útlanda með sæstreng.

Svo óheppilega vildi til að Evrópusambandið var í sama mund að móta orkustefnu sem síðar varð orkusamband. Í gegnum EES-samninginn tók Ísland upp frumdrög ESB að orkusambandi, þ.e. orkupakka 1 og 2. Ekki lá fyrir á þeim tíma að framsal á forræði yfir orkuauðlindum okkar væri í farvatninu. En einmitt svona vinnur ESB, tekur völd til sín jafnt og þétt.

Þegar þriðji orkupakkinn lítur dagsins ljós er orðið augljóst hvert stefnir. Til að Ísland geti selt raforku til Evrópu verðum við að framelja valdið yfir rástöfun orkunnar til ESB. Út á það gengur orkusamband ESB

Hér verður ekki bæði sleppt og haldið. Annað tveggja verðum við að ganga í orkusamband ESB, og samþykkja að yfirvald orkumála verði í Brussel, eða standa utan orkusambandsins. Deilan um 3. orkupakka ESB stendur um einmitt þetta lykilatriði.

Sigurður Ingi Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins dregur skarpar ályktanir af umræðunni um 3. orkupakkann: 

Segja má að umræður um orku­pakk­ann séu hat­ramm­ar. Er það að mörgu leyti skilj­an­legt enda um eitt af fjöreggjum íslensku þjóð­ar­innar að ræða og lík­lega sú auð­lind sem á eftir að skipta mestu máli fyrir lífs­gæði kom­andi kyn­slóða. Það er því mik­il­vægt að leitað sé sáttar og nið­ur­stöðu sem almenn­ingur trúir og treystir að gæti hags­muna þjóð­ar­innar í bráð og lengd.

Þótt ríf­lega ára­tugur sé lið­inn frá hruni þá hefur þjóðin ekki gleymt. Sárin eru ekki gró­in. Stofn­anir sam­fé­lags­ins, stjórn­mál og stjórn­sýsla, hafa ekki end­ur­heimt traust almenn­ings. Fólk hefur auk þess horft upp á til­hneig­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins að taka sér stöðu með fjár­mála- og við­skipta­vald­inu gegn lýð­ræð­inu eins og við kynnt­umst í Ices­a­ve-­mál­inu og sést einnig vel í ofbeld­is­kenndri fram­komu Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart grísku þjóð­inni. Það er því ekki skrýtið að íslenskur almenn­ingur vilji hafa varan á þegar kemur að sam­skiptum við þetta stóra veldi sem er reyndar drauma­land ein­staka stjórn­mála­hreyf­inga hér á Íslandi.

Þetta er hárrétt greining hjá Sigurði Inga: þjóðin vill hafa varann á gagnvart ESB. Umræða síðustu vikna sýnir svart á hvítu að víðtæk og almenn andstaða er við innleiðingu 3. orkupakka ESB. Það er ábyrgðarhluti af stjórnvöldum að taka ekki mark á þessari gagnrýni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Orka er til margra hluta gagnleg og það fólk sem á afgangsorku á að nota hanna sjálfu sér til gagns og  sköpunar en ekki dæla henni út til samkeppnisaðila.   Ef um afgang er að ræða sem á alltaf að vera á Íslandi þá á ekki að selja hana út sem hráefni, heldur gefa útsjónarsömum og  duglegum kost á að virkja hanna hér innanlands okkur til gagns.

Hrólfur Þ Hraundal, 22.4.2019 kl. 15:57

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Páll málið er að við þurfum ekki að vera í ESB til að selja ESB rafmagn. Vilji þeir kaupa þá kaupa þeir af hverjum sem er. Vilji þeir ráðskast með kaupandann þvinga þeir hann til að skrifa undir þeirra samninga með lof um kaup.

Þjóðverjar kaupa gas frá Rússlandi en Rússar eru ekki í ESB.

Þessi ríkisstjórn er eins og allar hinar búnar að selja landið okkar pörtum og munu gera áfram ef við stoppum þetta ekki. 

Valdimar Samúelsson, 22.4.2019 kl. 18:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fái Sigurður Ingi þingmenn síns flokks til að láta sér ekki nægja hlutleysi og hjásetu um orkupakkann, heldur greiða honum stoltir mótatkvæði, þá yrði það fagnaðarefni margra, og ekki myndi Framsóknarflokkurinn missa traust og kjörfylgi vegna þess, heldur þvert á móti fá marga til sín.

Fari Sigurður Ingi að tala opinskátt á þessum nótum, þá mun ég aftur bera kennsl á þann ágæta ræðuskörung sem stóð sig svo vel í þingræðum þegar fjallað var bæði um Icesave-málið og sömuleiðis barizt gegn ESB-inntökuumsókn Samfylkingarmanna.

Endurheimtu þína stoltu, íslenzku ímynd, Sigurður Ingi!

Jón Valur Jensson, 22.4.2019 kl. 20:14

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hrólfur þetta með afgangsorkuna minnir mig á að hafa lesið um ferðir þýsks fræðimanns á Íslandi nýlega,sem fullyrti að orka frá Íslandi til meginlands Eur hefði ekkert að segja,svo mikil er þörfin.Þótt ég muni ekkert meira um það gæti verið að einhver viti og vilji skýra frá.  

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2019 kl. 20:31

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það má taka undir það, sem Sigurður Ragnarsson skrifar um þetta mál á Facebókarsíðu hópsins stóra, Orkunnar okkar: "Bezti kostur margra þingmanna, sem virðast vera að bila í þessu orkupakkamáli, væri að láta það í þjóðaratkvæði."

Jón Valur Jensson, 22.4.2019 kl. 20:48

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Á þeim Sigurði Inga, Steingrími J. Sigfússyni og Bjarna Ben er ekkert mark á takandi.  Munum ærlegheit Sigurðar Inga Þegar formaður Framsóknaflokksins og forsætisráðherra Íslands var lygum plataður af Mafíu til að gera mætti honum lúalega fyrirsát, þá snéri Sigurður Ingi við honum baki og hoppaði í formannsstólinn og Bjarni B. með frosinn haus, sýndi samherja sínum í ríkisstjórn álíka ærleg heit þá mafía  þessi brá kutanum fyrst.

 Svo er það hundrað ára Steingrímur J.S. með sína hundrað ára ára geymslu fyrir skammarstrik sín og Jóhönnu ásamt mörgu öru svo sem lygum og atkvæða þjófnaði og er í boði Bjarna Ben nú forseti alþingis og forsætisráðherra með aðstoðar stelpu sem kanna að gefa ESB háar fimur.

Nú er Sigurður I. Orðin hræddur við kjósendur og Sigmund Davíð  og talar um hatramar umræður.  Ég hef ekki orðið var við neitt hatur, öllu fremur undrun yfir heimsku þingmanna og ráðherra sem eftir margar mánaða vangaveltur sjá ekki að þessum eiturpakka ESB á að hafna.        

Hrólfur Þ Hraundal, 23.4.2019 kl. 09:08

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Hrólfur, er þetta ekki bara svo?

"Nú er Sigurður I. Orðin hræddur við kjósendur og Sigmund Davíð  og talar um hatramar umræður.  Ég hef ekki orðið var við neitt hatur, öllu fremur undrun yfir heimsku þingmanna og ráðherra sem eftir margar"

Halldór Jónsson, 23.4.2019 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband