Einn maður, eitt atkvæði í alþjóðasamfélaginu

900 milljónir Indverjar á kjörskrá eru álíka margir og samanlagðir íbúar Evrópu, Bandaríkjanna og Rússlands. Öfl innan vestrænna ríkja róa að því öllum árum að koma á alþjóðlegri yfirstjórn.

Hugmyndafræði alþjóðahyggju birtist í Evrópusambandinu, loftslagsmálum, viðskiptasamningum og öryggis- og varnarmálum. Jafnvel meintir talsmenn smáríkja, orkupakkamaðurinn Gulli utanríkis, flytja alþjóðahyggjunni bænir sínar.

Haldi fram sem horfir hlýtur meginkrafa lýðræðisins, einn maður eitt atkvæði, að komast á dagskrá. Indverjar og Kínverjar verða þá með pálmann í höndunum. 


mbl.is Stærstu kosningar mannkynssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það tæki því þá ekki lengur að mæta á kjörstað hér uppi.  Láta bara austurlandabúa um hagsmuni norðurslóða.  :)

Kolbrún Hilmars, 14.4.2019 kl. 14:00

2 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Hér á Íslandi á einn maður eitt atkvæði ekki við. Vægi atkvæða tryggir það. Atkvæði greitt á Bíldudal hefur tvöfalt meira vægi en atkvæði greitt í Breiðholtinu, það eru mannréttinda brot og gerist ekki á Indlandi, heldur á Íslandi.

Helgi Rúnar Jónsson, 14.4.2019 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband