Mánudagur, 8. apríl 2019
Þriðji orkupakkinn er án fyrirvara
Með innleiðingu þriðja orkupakka ESB í íslenska löggjöf er Ísland orðið hluti af sameiginlegum raforkumarkaði Evrópusambandsins. Aðeins á eftir að leggja sæstrenginn til Evrópu svo verkið sé fullkomnað.
Orkustefna ESB gengur út á að taka raforkumál frá aðildarríkjum og færa yfirstjórn þeirra til Evrópusambandsins.
Hvað Ísland varðar er hér um að ræða rakið fullveldismál. Í dag stjórnum við raforkumálum okkar ein og alfarið. Með innleiðingu þriðja orkupakkans er völd, sem áður voru á Íslandi, flutt til Brussel.
ESB-sinnar kætast yfir nýjum bandamönnum sem þeir hafa fengið í þingflokkum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Kjósendur þessara flokka, sem telja fullveldið einhvers virði, munu snúa sér til annarra stjórnmálaafla.
Fyrirvarinn ekki í yfirlýsingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið er miklu alvarlegra heldur en þessi sameining yfirstjórnar eða yfirfærsla á valdi til ACER. Mér finnst andstæðingar þessarar tilskipunar einblína alltof mikið á ESB sem óvininn og færa þannig bröskurum og peningafletturum vopn í hendur í því lokatakmarki sem er að einkavæða alla raforkuframleiðslu á landinu.
Hvers vegna skoðið þið ekki HS Orku dæmið? Öll skrefin sem stigin voru til að sölsa það fyrirtæki undir fjármangara voru tekin í sambandi við innleiðingar á orkutilskipunum í tengslum við EES samninginn og sem ekki voru bara innleiddar heldur var gengið lengra í sumum tilvikum eins og aðskilnaði framleiðslu og dreifingar.. En skoðið HS. Orku og skoðið svo það sem átti að gera í Danmörku. Þá sjá menn hver framtíðin verður. Ekki bara sæstrengur heldur eru menn að undirbúa sölu á Landsvirkjun og Landsneti.
Og það er morgunljóst að það eru valdamenn sem standa að sjálfstæðisflokki sem fara fremstir í flokki í þessu ráðabruggi og njóta liðsinnis fótgönguliða eins og Björns Bjarnasonar. Skoðið það líka. Hverjir eru fjárhagslegir hagsmunir Björns Bjarnasonar af því að beita sér af slíkum ofsa sem hann hefur gert. Hann sem venjulega er prúður og málefnalegur hefur vaðið frá með dylgjum og lygum sem aðeins er hægt að skýra með því að miklir fjármunir eru undir hjá þeim sem eru á bak við Björn Bjarnason.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2019 kl. 17:42
Það er alveg á hreinu að fyrirvarar settir af Íslenskum stjórnvöldum eru haldlausir með öllu gagnvart ESB. Annað hvort er tilskipun frá ESB samþykkt, eins og hún kemur af skepnunni eða henni er hafnað, svo einfalt er það og ekkert kjaftæði og þeir Ráðherrar sem halda öðru fram eru bara einfaldlega að tala gegn betri vitund. Heitir það ekki LANDRÁÐ á góðri Íslensku???????
Jóhann Elíasson, 8.4.2019 kl. 19:03
Það verður áhugavert að fylgjast með þessu máli og umræðunni um það. Það er ekki oft sem menn grundvalla málflutning sinn nánast allan á vísvitandi lygum.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.4.2019 kl. 19:39
Þegar landhelgin var færð út stöðum við saman, óháð pólitík. Þegar sigurinn var í höfn héldum við áfram þjóðlegum og bráðskemmtilegum "illdeilum" okkar - þar sem frá var horfið.
Endurtökum það núna.
Stöndum saman og krefjumst þess að málið fari fyrir dóm þjóðarinnar.
Benedikt Halldórsson, 8.4.2019 kl. 21:42
Hér er viðtal við Harald Ólafsson veðurfræðing á "orkanokkar.is"
Við íslendingar þurfum að hafa hugfast, að til að halda uppi nútímasamfélagi, hér upp á Íslandi, er nauðsynlegt að stjórna auðlindum, nýtingu auðlinda landsins með skynsamlegum hætti. Hvort sem er til sjávar eða til landsins. Það verður best tryggt með því að þeir sem stjórna auðlindunum séu valdir af fólkinu í landinu, sæki umboð sitt til þess. Það verður ekki tryggt með því að þeir sem að stjórni auðlindunum séu valdir af einhverju öðru fólki, í einhverjum öðrum löndum sem hefur aðra hagsmuni en þeir sem búa á Íslandi. Og er þegar öllu er á botninn hvolft, nokkuð sama um það hvort á Íslandi þrífist samfélag eða ekki.
Þessi orkulagabálkur sem hér er til umræðu, gerir ráð fyrir því að verulegt vald í orkumálum flytjist til Evrópusambandsins frá íslenskum stjórnvöldum. Það er gert ráð fyrir að það komi hér embættismaður í Reykjavík sem mun gefa út fyrirmæli, í bak og fyrir. Sá embættismaður sækir ekkert umboð til íslendinga eða íslenskra stjórnvalda, hann er húskarl Evrópumsambandins. Og í öllum álitamálum sem kunna að koma upp í þessu samhengi, þá er það Evrópusambandið sem mun úrskurða.
Engin rök hafa komið fram sem mæla með þessu fyrirkomulagi, ekki nokkur haldbær rök hafa komið fram.
Hér er verið að feta ógæfuslóð og við skulum hafa í huga að reynslan sýnir að það vald sem að tapast til útlanda á einum degi getur tekið margar aldir að endurheimta.
https://www.youtube.com/watch?v=MioizCXWOEs&feature=youtu.be
Benedikt Halldórsson, 8.4.2019 kl. 23:07
Smá leiðrétting Páll. Fræðimenn í Evrópurétti sem hafa tjáð sig um málið, setja fyrirvara um framsal ríkisvalds, ég hef ekki heyrt fræðimenn tala um framsal á fullveldi. Sjá hér:
https://viljinn.is/frettaveita/island-hafi-lagalegan-rett-til-ad-segja-nei-en-thad-hafi-politiskar-afleidingar/?fbclid=IwAR1tCkc5Ti2PobekoqFBpxiZluzw88nLjL1nGyQMDIUKyvt4iOVQfLsNvik
Ég er sammála þér í öðru. Þetta er óþolandi inngrip inn í ákvarðanatöku fullvaldar þjóðar, og klárlega valdaframsal.
Valur Arnarson, 9.4.2019 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.