Föstudagur, 5. apríl 2019
Nató í hernađarverktöku
Nató var stofnađ til ađ verja Vestur-Evrópu gegn kommúnískri harđstjórn Sovétríkjanna. Eftir brćđravíg Frakka og Ţjóđverja í tveim heimsstríđum ţurfti alţjóđlega yfirstjórn til ađ koma skikki á málin. Nató og ESB ţjónuđu ţessu hlutverki.
Viđ fall Sovétríkjanna 1991 varđ Nató tilgangslaust. Frakkar og Ţjóđverjar virtust hafa lćrt ţá lexíu ađ friđur vćri betri en ófriđur og međ veikt Rússland í austri var engin ástćđa til ađ halda Nató gangandi.
En stofnanir eins og Nató deyja ekki drottni sínum fyrr en í fulla hnefana. Í samvinnu viđ Evrópusambandiđ, sem líkt og Nató er međ höfuđstöđvar í Brussel, varđ Nató verkfćri í ćvintýramennsku Bandaríkjanna í miđausturlöndum og Afganistan annars vegar og hins vegar í Austur-Evrópu.
Ćvintýrin bćđi enduđu í tárum í Írak og Úkraínu. Ţúsundum mannslífa var fórnađ í valdaskaki sigurvegara kalda stríđsins.
Hernađarverktaka Nató í ţágu pólitískra markmiđa gaf bandalaginu tilgang en gróf samtímis undan trúverđugleika ţess. Friđur og ófriđur er sitthvađ.
![]() |
Minntust 70 ára afmćlis NATÓ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Er hćgt ađ segja ađ sovétríkin séu fallin ef ađ rússarnir
eiga meira en 100 kjarnorkusprengjur
og eru ađ skapa spennau međ ţví ađ flúga inn í lofthelgi ţjóđa
án ţess ađ gera grein fyrir sínum ferđum?
Jón Ţórhallsson, 5.4.2019 kl. 07:31
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.