Nató í hernaðarverktöku

Nató var stofnað til að verja Vestur-Evrópu gegn kommúnískri harðstjórn Sovétríkjanna. Eftir bræðravíg Frakka og Þjóðverja í tveim heimsstríðum þurfti alþjóðlega yfirstjórn til að koma skikki á málin. Nató og ESB þjónuðu þessu hlutverki.

Við fall Sovétríkjanna 1991 varð Nató tilgangslaust. Frakkar og Þjóðverjar virtust hafa lært þá lexíu að friður væri betri en ófriður og með veikt Rússland í austri var engin ástæða til að halda Nató gangandi.

En stofnanir eins og Nató deyja ekki drottni sínum fyrr en í fulla hnefana. Í samvinnu við Evrópusambandið, sem líkt og Nató er með höfuðstöðvar í Brussel, varð Nató verkfæri í ævintýramennsku Bandaríkjanna í miðausturlöndum og Afganistan annars vegar og hins vegar í Austur-Evrópu.

Ævintýrin bæði enduðu í tárum í Írak og Úkraínu. Þúsundum mannslífa var fórnað í valdaskaki sigurvegara kalda stríðsins.

Hernaðarverktaka Nató í þágu pólitískra markmiða gaf bandalaginu tilgang en gróf samtímis undan trúverðugleika þess. Friður og ófriður er sitthvað.

 


mbl.is Minntust 70 ára afmælis NATÓ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er hægt að segja að sovétríkin séu fallin ef að rússarnir

eiga meira en 100 kjarnorkusprengjur

og eru að skapa spennau með því að flúga inn í lofthelgi þjóða

án þess að gera grein fyrir sínum ferðum?

Jón Þórhallsson, 5.4.2019 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband