Fimmtudagur, 4. apríl 2019
Skúli, WOW II virkar ekki
Líkið af WOW er enn volgt, fyrrum starfsmenn fengu ekki kaup síðasta mánuðinn og selja af sér spjarirnar upp í matarreikninginn.
En Skúli Mogensen safnar fyrir WOW II.
Þetta er dautt mál, Skúli, þér er ekki treyst strax fyrir peningum og framfærslu annarra. Síðast fór illa og fólk gleymir ekki alveg svona hratt.
Hyggst endurvekja rekstur WOW air | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara svona að velta fyrir mér á hverju þetta er byggt: "þér er ekki treyst strax fyrir peningum og framfærslu annarra. Síðast fór illa og fólk gleymir ekki alveg svona hratt." Er þetta byggt á einhverri könnun? Sýnist skv. því sem ég les að flestir starfsmenn láti vel af honum þó það hafi misst vinnuna og manni skilst að þau vildu svo gjarnan vinna með honum áfram. En það eru væntanlega menn eða fyrirtæki sem eiga peninga sem þurfa að ákveða hvort þeir treysti honum fyrir þeim. Held að við almenningur höfum ekkert með það segja og ef hann getur þetta og bíður aftur hagstæðar flugferðir þá fagna ég. Hugsa líka að ef svo yrði þá yrði það flugfélag skráð erlendis
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.4.2019 kl. 14:47
Sæll Páll,
Hversu margir Íslendingar hafa haldið áfram viðkiptum við hrunbankana?
Þetta form af lággjaldaflugfélögum virkar ágætlega, en þau eru viðkvæmari fyrir sveiflum. Það er brýn þörf fyrir samkeppni við Icelandair og getur bara verið af hinu góða. Nema menn vilji einokun og stórhækkað miðaverð á komandi misserum.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 4.4.2019 kl. 16:03
Ábyrgðarsjóður launa er þurrausinn, aðeins fyrir þetta eina gjaldþrot. Sem allir launþegar í landinu hafa greitt framlag til. Ekkert eftir fyrir alla hina ef á reynir.
Það má fabúlera um viljuga peningamenn til þess að endurtaka leikinn - jafnvel starfsfólk, en þeirri áhættu ætti ekki að vera skellt aftur á allt annað launafólk í landinu.
Kolbrún Hilmars, 4.4.2019 kl. 18:22
Eru ekki líffæri gefin til að bjarga veikum? Hvað er að því að selja nýtilega hluti samgöngutækja þar sem skiptastjórn ráðstafaði greiðslunum réttlátlega,skyldi maður ætla.
Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2019 kl. 12:12
Til þess að rekstur gangi upp þurfa tekjuliðir að vera hærri en gjaldaliðir, þetta ætti flestum að vera ljóst. Að selja farmiða á undir kostnaðarverði fær ekki staðist, ekkert félag lifir slíkt af. Nýtt flugfélag sem rekið yrði á sömu nótum og WOW er fyrirfram dauðadæmt. Mér leikur forvitni á að vita af hverju menn eru að reyna slíkt.
Tómas Ibsen Halldórsson, 5.4.2019 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.