Einum kennt, öðrum bent

Verðtryggingin kom í veg fyrir verðbólgusamninga. Ástæðan er sú að tugþúsundir íbúðarkaupendur tóku af frjálsum vilja verðtryggð lán, - þegar óverðtryggð buðust. Þar með lýstu íbúðarkaupendur trausti á efnahagsstjórnun landsins og tiltrú á aðila vinnumarkaðarins; að þeir myndu ekki gera innistæðulausa verðbólgusamninga.

Þegar verkalýðshreyfingin undirbjó kjaraviðræður byrjaði hún á því að mála skrattann á vegginn. Verkó setti af stað tröllasögur um að eðlilegt kaup þingmanna og ráðherra væru ofurlaun. Verkó talaði um auðsstétt í jafnlaunalandinu Íslandi, efndi til ,,hungurgöngu" stríðalinna aðgerðasinna í dýrum útivistarfatnaði og reyndi að flytja inn mótamælahreyfingu sem kennd er við gul vesti.

Núna þakkar einn talsmanna verkó, Vilhjálmur Birgisson, lýðskrumari af guðs náð, gjaldþroti WOW að samningar tókust. Eina sem gjaldþrotið gerði var að skera verkó úr snöru óraunveruleikans sem hún hafði sjálf brugðið um háls sér.

Vilhjálmur ætti að þakka fyrir að til er í landinu fólk sem ekki étur hráan heimskuvaðal verkalýðshreyfingarinnar.

Að því sögðu er gott hjá Villa og verkó að landa samningum sem virðast ekki eins vitlausir og að var stefnt.


mbl.is „Ættu að biðja okkur afsökunar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Verðtryggingin er góð fyrir þá sem eiga pening.

Verðtrygging er ekki góð fyrir þá sem eiga ekki pening og verða að taka lán.

Flestir Íslendingar skulda meira en þeir eiga, þannig að verðtryggingin er ekki góð fyrir flesta Íslendinga.

Ef það er rétt að 2 % Íslendinga eygi 90% af öllu á Íslandi, þá er verðtryggingin góð fyrir 2% Íslendinga.

Richard Þorlákur Úlfarsson, 4.4.2019 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband