Skúli bjargaði okkur frá sósíalisma

Með því að stýra WOW í gjaldþrot bjargaði Skúli Mogensen okkur frá Eflingarsósíalisma og VR-óreiðu.

Eftir að kaldur kapítalískur veruleiki blasti við Sólveigu Önnu og Ragnari Þór, atvinnuleysi í kjölfar gjaldþrots stórfyrirtækis, eru þau meira og minna kjaftstopp.

Verkföll blásin af og sáttatónn í verkó. 

Einhver ætti að færa Skúla blómvönd.


mbl.is 80 milljóna kr. framlag vegna falls WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fátt er svo með öllu illt.... en það er hart að >2000 manns þurfi að missa vinnuna til að Sólveig Anna og Ragnar Þór taki sönsum.

Ragnhildur Kolka, 29.3.2019 kl. 14:39

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Afleiðing gjaldþrotsins verður sú að þeim fjölgar á vinnumarkaði sem sætta sig lágu launin.  Verða þá komnir í samkeppni við innflutta ódýra vinnuaflið. 
Gerist að vísu ekki strax; ábyrgðarsjóður launa kemur inní dæmið í fyrstu en það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni seinni hluta þessa árs.

Kolbrún Hilmars, 29.3.2019 kl. 15:24

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það lá fyrir að það yrði kólnun í hagkerfinu og að lægstu laun á Íslandi eru þau hæstu í heimi. En þau duga ekki fyrir einyrkja. Pólverjar stunda samyrkjubúskap og deila saman heimili til að geta sent peninga heim eða komið undir sig fótunum og átt í leiðinni dýrmæt samskipti við aðrar mannverur.

Það er sannkölluð félagshyggja að hjálpa hvor öðrum af fúsum og frjálsum vilja, án marxisma þar sem einstaklingar eru hlutgerðir. Róttæki sumarháskólinn yfirtök Eflingu og vill að allir geti veslast upp einir og einmana í andfélagslegri íbúð í fullkomnu tilgangsleysi. Það er einstaklingahyggja andskotans. 

Skötuhjúin eiga ekkert erindi til jarðarinnar. Vonandi hypja þau sig aftur heim í fantasíuna. 

Benedikt Halldórsson, 29.3.2019 kl. 16:28

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú ert ágætis brandarkall, Páll, samanber skrif þín hingað til um að Gunnar Smári sé að taka yfir verkalýðshreyfinguna, vegna þess að einn af þeim formönnum sem nennir að vinna fyrir verkafólkið er í þeim flokki.

Fyrir það fyrsta þá var einum hluta verkfalls aflýst vegna þeirrar staðreyndar að samningamaður SA fékk tiltal frá sínum umbjóðendum, en hann hafði haldið samningum í gíslingu um eitt málefni, allt frá upphafi samninga og hafnað umræðu um önnur mál. Samhliða því kom hann reglulega fram í fjölmiðla og hélt því fram að samningar væru nánast í höfn. Þegar upp rann fyrir umbjóðendum hans að hann hafði allan tímann verið að fara með fleipur í fjölmiðlum, fékk hann tiltal og skipað að koma sér að verki, enda stefndi í hörð verkföll. WOW kom ekkert þar að málum.

Hitt er svo spurning, hvort Skúli sæki ekki um inngöngu hjá Gunnari Smára. Þeir eiga jú svipaða forsögu í fráskilnaði sinna fyrirtækja. Þá gætir þú sent honum blóm!!

Gunnar Heiðarsson, 29.3.2019 kl. 20:58

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Geri ráð fyrir að pistill síðuhafa sé föstudagsgrín.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.3.2019 kl. 00:00

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eiga þá blómin að tala? Auglýsing blómabænda hljómaði svona."látið blómin tala" 
    

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2019 kl. 02:09

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

  Gætu blómin talað, Helga mín, myndu þau ekki yrða á Sjálfstæðisflokksforystuna, enda hálfkaffærð í esb illgresiinu. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.3.2019 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband