Miđvikudagur, 27. mars 2019
Ofsi, afsökun og réttlćti í Samherjamálinu
Samherjamáliđ svokallađa er af ástćđum sem ekki liggja í augum uppi persónulegt. Vanstillt orđ sonar Ţorsteins Más forstjóra Samherja í garđ Más seđlabankastjóra eru birtingarmynd heitra tilfinninga í máli sem er fyrst og fremst deilumál stofnunar og stórfyrirtćkis.
,,Hćtt er viđ ţví ađ viđbrögđ stjórnvalda verđi ofsafengin ţegar stóráföll dynja yfir sem eiga sér enga hliđstćđu," segir í inngangi ritgerđar Björns Jóns Bragasonar sem gerđi úr skólaritgerđ varnarskjal fyrir Samherja. Björn Jón sérhćfir sig í ađ rétta hlut stórmenna, skrifađi bók í ţágu Björgólfs Guđmundssonar.
En, sem sagt, hér varđ svokallađ hrun og menn hrukku af hjörunum. Margt fór úrskeiđis í ađdraganda hrunsins, annars hefđi ţađ aldrei orđiđ, og eftir hrun voru viđbrögđ stjórnvalda ,,ofsafengin" í mörgum tilfellum. Ţjóđfélagiđ lék á reiđiskjálfi. Téiđur Björn Jón skrifađi um ţađ enn ađra bók međ heitinu Bylting - og hvađ svo? Skemmtilegur ţríleikur hjá Birni Jóni, tveir auđmenn og eitt stykki bylting.
Samherjamáliđ snýst um ađ stjórnvöld, gjaldeyriseftirlit Seđlabanka og sérstakur saksóknari, töldu ástćđu til ađ rannsaka bókhald stórfyrirtćkisins vegna gruns um misferli. Máliđ fór sína leiđ í kerfinu og Samherji fékk fullan sigur fyrir dómstólum. Hliđarţáttur er hlutur RÚV sem fékk undarlega greiđan ađgang ađ húsrannsóknum og stóđ fyrir galdrabrennu í anda Gróu á Efstaleiti.
Samherjamenn vilja meira en réttlćti, ţeir vilja hefna sín á persónu Más Guđmundssonar seđlabankastjóra. Litla ómerkilega atvikiđ í framhaldi af ţingnefndarfundi í morgun var sviđsetning á hefndarleiđangri Samherjamanna.
Ţorsteinn Már forstjóri krefur Má Guđmundsson um afsökunarbeiđni en segir hana aldrei koma.
Ţorsteinn Már var stjórnarformađur Íslandsbanka fyrir hrun. Hefur Ţorsteinn Már beđiđ ţjóđina afsökunar á sínum hlut í hruninu? Er ţađ svo ađ stórmennin eigi aldrei ađ biđjast afsökunar, ađeins ţeir lćgra settu?
Kumpánlegur bankastjóri óviđeigandi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.