Miðvikudagur, 27. mars 2019
WOW: leiðtogi verður leppur
Skúli Mogensen er orðinn leppur nýrra eigenda WOW, segir í fréttaskýringu Morgunblaðsins. Skúli skiptir um söluræðu, segir Fréttablaðið.
Ljósmyndin, sem Fréttablaðið birtir, er af Skúla og öðrum toppum WOW þ.m.t. Lív Bergþórsdóttur sem er handgengin Björgólfi Björgólfssyni. Lív stefnir ekki í sömu átt og fólkið að baki Skúla.
Úr leiðtogafræðum 101: leiðtoginn verður að hafa skýra framtíðarsýn og alltaf að sýnast stjórna atburðarásinni.
Skúli stjórnar ekki lengur atburðarásinni og framtíðarsýnin verður æ óskýrari.
Í viðræðum við aðra kröfuhafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, svona eins og stjórnendur fyrirtækja sem eru ekki eigendur þeirra eru "leppar" eigendanna... Akkúrat!
Alltaf gaman að því þegar virkir og óvirkir kommar sameinast um að tala niður "kapítalísk" fyrirtæki.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.3.2019 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.