Orkupakkinn markaðsvæðir rafmagn og náttúru Íslands

Í dag var tilkynnt um kaup erlends fjárfestingasjóðs í HS Orku - fyrir litla 37 milljarða króna. Fyrir fimm dögum var frétt um innlenda fjárfesta að kaupa sig inn á raforkumarkaðinn.

Þriðji orkupakki ESB markaðsvæðir íslenskt rafmagn og þar með náttúru Íslands. Um leið og stórir peningar einkafjárfesta eru komnir í spilið verður þrýstingur að hámarka arðsemina.

Það þýðir að rafstrengur verður lagður til Evrópu að selja íslenskt rafmagn til að einkaaðilar fái sem mestan arð af fjárfestingunni. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær.

Það er með öllu óskiljanlegt að flokkur eins og Vinstri grænir, sem í einu orðinu þykjast standa fyrir samneyslu og náttúruvernd, skuli hafa forgöngu um mestu markaðsvæðingu Íslandssögunnar frá einkavæðingu bankanna.

Eru vítin ekki til að varast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er greinilega þörf á einhverskonar ÞJÓÐERNISFLOKKI

til að sporna gegn svona landráðum;

fyrst að vg stendur ekki vaktina.

Jón Þórhallsson, 25.3.2019 kl. 14:34

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 "GUÐ blessi Ísland aftur og aftur"!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 25.3.2019 kl. 15:39

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Og Elías B. Elíasson vill núna samþykkja 3. Oerkupakkann vegna þess að það setur ekki EES í uppnám og sæstrengur verður ekki lagður nema að Alþingi samþykki. Sá hefur nbú aldeilis trú á framtiðinni.

"GUÐ blessi Ísland aftur og aftur"!!!

Halldór Jónsson, 25.3.2019 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband